Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1958, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.11.1958, Blaðsíða 40
108 LÆKN ABLAÐ IÐ anus eða 0,2 pr. 100.000 íbúa. Á stríðsárunum dóu þar 1500 manns af völdum tetanus, en í hernum 2. Sjúkdómseinkenni. Þeim hefur að mestu verið lýst aS framan. En krampar geta verið staðbundnir og þá á þeim útlim, sem sýktur er. Hitt mun þó algengara, að um alls- herjar krampa sé að ræða. Tris- mus er venjulega fyrsta ein- kennið, síðan kyngingarörðug- leikar og laryngospasmus, epi- stothonus, stífur og eymslalaus kviður, stíft andlit (risus sar- donicus) og klonisk krampa- köst við minnstu ertingu. Sjúkl. missa ekki meðvitund og erand- leg líðan þeirra þvi slæm. Aðrir sjúkdómar, sem þarf að greina frá, eru parotitis og tannrótarbólga i byrjun. Ekki er að treysta á sýklarannsókn, því að sýkillinn ræktast aðeins í helming tilfella. Meðgöngutími. — Batahorfur. Meðgöngutími (inkubation) er mjög mislangur — allt frá 24 klst. og upp í marga mán- uði. Er þá reiknað með tíman- um frá því sjúkl. slasast og þar til klinisk einkenni koma fram. Hafi sjúkl. fengið anti- toxin-innspýtingu lengist tím- inn og verður vart minni en 11 dagar. Batahorfur fara mjög eftir þessu. Ian Aird telur (1949), að mortaliletið sé þann- ig: meðgöngutími styttri en 10 dagar -—■ mortalitet . . 70% meðgöngut. 11—21 dagur — mortalitet ......... 35% meðgöngut. lengri en 3 vikur — mortalitet . . 15% Þetta mun þó liafa lagazt eitt- livað nú síðustu árin með til- komu fleiri svæfingalækna, antibiotica o. f 1., ásamt aukn- um og bættum sjúkrabúskosti, en sjúkl. þessir þurfa mjög mikla hjúkrun og eftirlit. Meðferð. Þar sem ekki er hægt að ná burtu toxini, sem hefur bund- izt mænunni, en það tekur um 3—4 vikur fvrir líkamann sjálf- an að vinna bug á því, þá má segja, að meðferðin sé sympto- matisk og skiptist í 3 kafla: 1. Neutralisera þarf það toxin, sem ennþá er ekki fastbund- ið og liindra frekari fram- leiðslu þess. 2. Hindra krampa. 3. Hindra lungnabólgu og aðra viðbótarsj úkdóma. 1) Nauðsynlegt er að gefa strax stóra skammta af anti- toxini. Eftir ofnæmispróf fyrir serumi, er gefið 50.000 ein. í æð og 50.000 ein. í vöðva. Gefur það vörn í 5—6 vikur. Allir munu nú hættir að gefa serum intrathecalt vegna ertingar. — Sumir gefa 5.000—10.000 ein. í kringum sárið. — Mj ög

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.