Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1958, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.11.1958, Blaðsíða 14
86 L Æ Ií N A B L A Ð I Ð miður sé liitt miklum mun al- gengara, að engri hjálp verði við komið. Ég mun enn vitna í grein dr. Gortons og lýsa þeirri meðferð, sem notuð er á deild hans í Lundi, og þeim árangri, sem fengizt hefur, en þeim hef ég fengið að kynnast við dvöl mina þar á síðastliðnu ári. Öllum tilfellum af æxlum, sem ekki eru með vissu dæmd góðkynja við fyrstu rannsókn, er gefin röntgenmeðferð fyrir uppskurð. (1500 r. á tvö felt á hak, og 800—1000 r. á neðri liluta kviðar). Að viku liðinni gerður uppskurður og eins mik- ið fjarlægt af æxlinu og fært er. Ávallt báðir eggjastokkar tekn- ir, þótt aðeins sé sýnilegt æxli í öðrum. Aðeins gerðar undan- tekningar, ef um unga konu er að ræða, og allar líkur mæla með, að æxlið sé góðkynja. Leg- ið er ekki tekið, heldur lagt í það radium eftir uppskurðinn. (1800 mgt.). Nokkrum dögum síðar er röntgenmeðferð haldið áfram (allt upp að 2000 r.). Öllum sjúklingum gefnir karl- hormónar í stórum skönnntum, í allt að 6 mánuðum, og þeir minnkaðir smám saman. Eru notaðar þær tegundir, sem minnstum karl-einkennum valda. Radium-meðferð endur- tekin 3 vikum síðar eftir ástæð- um og e.t.v. einnig röntgen, en það er dæmt um hverju sinni eftir ástæðum. Ef til deildarinnar koma sjúk- lingar, sem þegar liafa verið skornir upp á öðrum stað á full- nægjandi hátt, er gefið radium- meðferð í leg, og geislavirkt gull í peritoneum. Ekkert tilfelli er vonlaust tal- ið að óreyndu, lieldur gefin geislameðferð til reynslu. Ef lít- ill árangur fæst, er áframhald- andi meðferð þó einungis eftir ástæðum. Það er nokkuð umdeilt atriði, hvort gefa skuli geislameðferð á undan uppskurði eða ekki. Rétl er það, að mikill vafi leik- ur á því, þegar um stór æxli er að ræða, hvort geislar verka á illkynja frumur í dýpsta hluta æxlisins, þar sem húðin þolir ekki þann skammt, sem nauð- synlegur er. Hins vegar vinnst nokkuð við þessa meðferð. Geislarnir framlcalla hjúg i vefj- um þeim, sem að æxlinu liggja. Auðveldar það losun fastvaxins æxlis við uppskurðinn, sem ekki hefði verið liægt að losa að öðr- um kosti. Stöku sinnum reynist æxli svo viðkvæmt fyrir geisl- um, að uppslcurður getur, að af- lokinni þeirri meðferð, gefið varanlegan hata, jafnvel þótt sjúkdómurinn hafi í upphafi verið dæmdur ólæknandi. Árangur. Árangur sá, sem náðist í Lundi, við lækningu á áður- nefndum 140 tilfellum, er á þá leið, sem tafla IV. sýnir.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.