Læknablaðið - 28.12.1958, Síða 18
138
LÆKNABLAÐIÐ
að V. J. telur sig „valinn
menntamann“. Það er aðals-
merki nútíma-menntamanna að
ástunda kurteisi. og liáttvísi i
ræðu og riti, einblína ekki á gall-
ana, lieldur bcnda á leiðir til
úrbóta, ritsmíð nútímamennta-
manns er full alúðar og góð-
vildar, en gjörsnevdd illkvittni,
þar eru gífuryrði og hrakvrði
eklci notuð nema í sambandi við
harðvítugar stj órnmáladeilur.
Samþj öppuð gíf uryrði og
hrakyrði af því tagi, sem áður
eru nefnd, missa ætíð marks.
Þau lýsa ekki að neinu gagni
þeim mönnum eða málefnum,
sem um er rætt, heldur bera þau
vitni um innræti þess manns,
sem þau notar, en auk þess eru
þau aðeins gómsæt illgjörnum
og öfundssjúkum lesendum. Sá,
sem notar slíkt orðaval í ritsmíð
1 Læknablaði, gerir sjálfan sig
sannarlega að „menntamanns-
viðundri“ á nútíma mælikvarða.
Næstum því mætti nota orð V. J.
sjálfs til þess að lýsa slíkri rit-
mennsku og segja, að hún líkt-
ist mest að . . . „ösla á forugum
skóm inn í vistarverur óviðkom-
andi fólks og láta vaða ekki ein-
ungis á öll gólf heldur upp um
alla veggi. Svo ósamboðinn sem
slíkur ódámsháttur er mennta-
mönnum vfirleitt, sæmir hann,
eins og annar suhhuskapur,
læknum sínu verst“, og land-
lækni þó allra sízt.
VII.
Það er siður V. J., að skopa
langt skeið, áður en hann kemst
að aðalefninu og hef ja ritsmíðar
sínar, einkum árásargreinar,
með alþýðlegri frásögn af ein-
hverjum athurðum eða persón-
um. Grein sína í Læknablaðinu
39. árg., 8.—9. thl. byrjar hann
á smáþætti um tvo þekkta menn
liðinnar kynslóðar. Annar er
látinn vera fulltrúi tæknilegrar
snilli og andlegrar fáfræði. Það
er Thorvaldsen. Hinn er fulltrúi
hinnar gömlu klassísku mennt-
unar og hroka 19. aldarinnar,
sem V. J. her mesta lotningu
fyrir. Þar verður Oehlenschlág-
er fyrir valinu. Thorvaldsen er
lýst sem algeru fifli, enda seg-
ist V. J. hafa lært það strax í
menntaskóla í kennslustund um
„fornmenningu Grikkja, trúar-
hrögð þeirra, hókmenntir og
listir“, að Thorvaldsen hafi ekkí
getað skrifað skammlausan
þvottakonu-reikning. Til frek-
ari sönnunar kemur V. J. með
sögu, sem hann segisl hafa num-
ið af Steingrími Thorsteinson
fyrir um það hil 45 árum. Sam-
kvæmt sögu þessari á Oehlens-
chláger að liafa sagt um Tlior-
valdsen, að „hann vissi ekkert,
skildi ekkert, og allra sizt gat
hann nokkuð sagl“. Þessi setn-
ing lýsir Oehlenschláger miklu
meira en Tliorvaldsen, og ef rétt
er frá greint, þá sýnir hún að
Oehlenschláger hefir verið
furðulikur því, sem V. .1. er nú,