Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 28.12.1958, Side 27

Læknablaðið - 28.12.1958, Side 27
LÆKNABLAÐIÐ 143 hj úkrunarkvennaskort. Ekkert svar hefur borizt frá ráðherra. Landlækni var send samþykkt aðalfundarins um orlof héraðs- lækna. Hafa síðan spunnizt nokkur bréfaskipti við land- lækni út af því máli. Síðar var landlækni ritað bréf og send ýtarleg samþykkt Læknafélags Miðvesturlands um málið. Stjórnin átti loks tal við land- lækni um orlofsmálið seint í júlí. Taldi hann að sem stæði liefðu þeir, sem óskað hefðu eft- ir staðgengli, fengið hann. Eftir skýrslu formanns gerði gjaldkeri grein fyrir f járreiðum félagsins. Árgjald fyrir hvern gjaldskyldan félaga til L.I. hefði verið hækkað á árinu úr 300 kr. upp í 400 kr. Hefðu öll að- ildarfélög gert full skil, nema Læknafél. Vestf jarða og Lækna- fél. Suðurlands. Er gjaldkeri liafði lesið upp endurskoðaða reikninga félagsins, voru þeir bornir undir atkvæði og sam- þvkktir í einu liljóði. Þá flutti Bergsveinn Ölafsson skýrslu um Ekknasjóð. Reikn- ingi sjóðsins fylgdi sú athuga- semd, að ekki hefði borizt fram- lag L.í. Gjaldkeri félagsins gaf þá skýringu, að tillög aðildar- félaga utan Reykjavíkur hefðu innheimtzt svo seint, að ekki hafi verið tiltök að greiða þetta framlag, áður en gengið var frá reikningum. Varðandi vanskil svæðisfélags Vestfjarða lét hann þess getið, að af samanhurði fé- lagsskrár og tillags virtist ein- sætt, að af liverjum félagsmanni hefðu verið innheimtar kr. 300 í stað kr. 400. Jón Sigurðsson vakti máls á bágum liag Ekknasjóðs, og hvort ekki fyndust leiðir til auk- innar fjáröflunar. Bergsveinn Ölafsson vakti af því tilefni at- liygli á minningarspj öldum sjóðsins. Voru menn á einu máli um nauðsyn þess, að þeim yrði meiri gaumur gefinn en verið hefði. Rædd var tillaga frá stjórn L.í. um hækkun árgjalds félags- manna, sem ekki greiða til L.R. (er þegar hafði liækkað sitt ár- gjald), vegna halla á útgáfu Læknablaðsins. Samþykkt var að liækka árstillagið upp í 500 kr. fvrir næsta reikningsár. Þessu næst voru rædd ýmis mál fram eftir kvöldi. Formaður drap á tilhögun þá, sem verið liefur á úthlutun bif- reiða til lækna, sem sé, að stjórn L.I. mæli með umsóknum og komi þeim á framfæri. Guð- mundur K. Pétursson lét í ljós þó skoðun, að héraðslæknar hefðu meiri þörf á fyrirgreiðslu L.í. en Reykjavíkurlæknar við útvegun bifreiðalevfa. Formað- ur L.R. taldi, að liéraðslæknar hefðu sízt borið skarðan hlut frá horði fyrir Reykjavíkur- læknum við úthlutun bifreiða. Engar óskir voru hornar fram um breytingu á fyrrgreindri til- högun.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.