Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 28.12.1958, Page 34

Læknablaðið - 28.12.1958, Page 34
150 LÆKNABLAÐIÐ langsótt og strembið, að flesta okkar skortir tíma, enda brest- ur tilhneigingu til að hnýsast að ráði í aðrar fræðigreinir, þó að annálsverðar undantekning- ar séu að vísu kunnar. Læknar eru að jafnaði of önnum kafnir og þjakaðir af erilsömu starfi til að taka virkan þátt í félags- skap menntamanna, annarra en lækna. Jafnvel i samkvæmislíf- inu bættir okkur við að tala of mikið um læknisfræði. Þetta er ekki eingöngu okkar sök, held- ur kemur það með fram til af því, hve leikmenn eru áfjáðir í að ræða um sjúkdóma og lækningar. Þá má og vera, að við sækjumst of mikið eftir fé- lagsskap liver annars, höfum of mörg umræðufélög lækna og þau félög haldi of titt fundi. Öheillaafleiðing þessa er sú, að tiltöluleg vanþekking okkar á öðrum efnum en læknisfræði leiðir okkur sem stétt stundum i meinlegar gönur. Okkur hætt- ir til að láta blekkjast af hug- myndum, sem eru grundvallað- ar á ótraustum forsendum eða orðið liafa til fyrir órökvíslegar ályktanir. Margir þeirra fals- guða, sem við höfum dýrkað á liðinni tíð: kenningarnar um blóðeitrunarhreiður, sjálfseitr- un frá meltingarvegi og fjörvi- lækningarnar, svo að dæmi séu nefnd, hefðu sennilega náð minni hylli, ef fleiri læknar liefðu verið betur þjálfaðir í rökfræði og liaft meiri tök á að meta vísindalegar staðrevndir en raun ber vitni. Þeir, sem ger- ast formælendur þess, að minni kröfur verði gerðar til almennr- ar menntunar læknastúdenta, ættu að hugleiða þetta vandlega. Alnigi er höfuðdyggð og sér- stakt aðalsmerki æskufólks. Sæll er sá, sem varðveitt gelur eldmóð æsku sinnar fram á miðjan aldur og lengur við taumhald skynsemi sinnar og reynslu. Fæsta okkar skorti á- liuga, þegar við lukum lækna- námi. Okkur liætti við að of- skoða og ofstunda sjúklinga okkar, unz við komumst að raun um, hvers vis mediatrix naturae mátti sín, og hnutum um þá merkilegu fyrirtekt sjúk- linga að láta sér batna, hvern fjárann sem við gerðum við þá. Vissulega sæmir ekki að gera lítið úr áliuga ungra manna; enda þótt hann kunni að ganga úrskeiðis, er hann ekki eins var- hugaverður og kæruleysið. Hættulegur verður áhuginn fyrst, þegar honum er ekki hald- ið í skefjum skynsamlegs vits og reynslu, breytir þá um eðli til hins verra og verður að kreddutrú. Kreddulæknar eru skaðræðisgripir: skurðglaður liandlæknir með sína eftirlætis- aðgerð, kákrannsakandi lyf- læknir með holnál á kafi í hverju höfuðlíffæri, geðlæknir með gálma á þræði síns eigin sálarlífs, sérfræðingur, sem sér öll sjúkdómsfyrirbrigði gegnum kýrauga sinnar þröngu sér- greinar — allir vinna þeir sj úk-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.