Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 28.12.1958, Page 35

Læknablaðið - 28.12.1958, Page 35
LÆKNABLAÐIÐ 151 lingum sínum tjón, ef ekki bein- línis með hættulegum læknisað- gerðum, þá með því að eyða tíma þeirra með gagnslausu káki. Forhertir kreddulæknar daufheyrast við öllum rökum og eru blindir á staðtölur. Allir verðum við að liafa vara á sjálf- um okkur, að óbeizlaður áhugi sé ekki að leiða okkur i gönur, og gera gagnráðstafanir með því að taka inn stórskammta gagnrýninnar heilhrigðrar skyn- semi. Grá hár geta réttlætt fá- einar flugur í kolli læknis, en sveimur flugna á þeim stað er öruggt merki elliglapa. Þá eru flugur á ferð og far- aldurshætta, þegar læknum, hópum saman, hýðst hugmynd studd ísmeygilegri fræðikenn- ingu. Tröllasaga um spánnýjan læknisdóm fær vængi á hverri mínútu. Heilsusamlegt væri, ef hverjum einum okkar væri fengin i hendur lyfseðlasyrpan, sem við höfum skrifað i góðri trú undanfarna tvo áratugi, og gert að leiða sjónum öll þau hverfulu lækningaundur, sem við höfum glapizt til að festa trúnað á. Svo er guði fyrir að þakka, að fæst af þessu hefur gert mikinn skaða, sem er meira en sagt verður um sumt af hér- villuátrúnaði okkar kæru lags- bræðra, sem helga sig hand- læknislistinni. Eins og Róbert sálaði Burns komst nærri því að yrkja: „Þó hans vögutaug sé sundur svipt, er maðurinn mað- ur þrátt fvrir allt“, en verður hið sama sagt, ef lendaflækja líf- taugarinnar er purpuð í sundur? Oheizlaður áhugi er algengl fyrirhæri á sviði heilbrigðis- stjórnsýslu og heilsuverndar. Sérstakur háski stafar af liarð- skeyttum forstöðumanni heil- hrigðismála með ofsatrú á áætl- anir, skipulagningu, kórstörf, samvirka þjónustu og endalaus- ar staðtöluniðurstöður. Honum er trúandi til að semja flóknar á- ætlanir, sem líta prýðilega út á pappírnum, en þegar til fram- kvæmdanna kemur og allir liafa verið settir í milcinn vanda, vilja áætlanirnar einhvern veginn ekki farsælast. Ef sanngirni skal gætt, er skylt að játa, að þetta er ekki alltaf forstöðu- mannsins sök. Iiann er oft und- ir áhrifavaldi pólitískra hús- hænda, sem er ekkert eftirsókn- arverðara og kærara en það vald, sem þeir lieimta í hendur sér með því að skipuleggja líf annarra manna sér til umsýslu. Síðast liðin tíu ár höfum við í þessu landi (þ. e. í Bretlandi) húið við langdreginn faraldur stj órnsýsluáhuga og umsvifa, sem er að öllum likindum óum- flýjanlegur fylgifiskur þjóð- nýttrar heilhrigðisþjónustu og velferðarstjórnarfars. Auðvitað er það vísastur embættisframa- vegur að vera öðrum frjórri á áætlanir. Hin öra f jölgun starfs- liðs, sem orðið hefur á stjórn- arskrifstofum sjúkrahúsþjón- ustunnar síðan 1948, hefur þar að auk leitt til þess, að nieiri

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.