Læknablaðið - 28.12.1958, Page 39
LÆKNABLAÐIÐ
155
er hann glataður. Hin eina um-
talsverða hætta af þjóðnýtingu
lækningastarfseminnar á vegum
ríkisvalds er sú, ef fjárhagsleg
og pólitísk sjónarmið færu að
þykja svo mikilvæg, að ástæða
þætti til að hagga verulega við
umræddri grundvallarreglu. Sá
möguleiki er fjarri í þessu landi,
en vitni höfum við verið að fyr-
irbrigðinu annars staðar og þá
þar, sem búið liefur verið við
einræðisstj órnarfar.
Eftirmáli þýðanda.
Til er, að það gerist á skrif-
stofu landlæknis, sem sennilega
á sér fáar hliðstæður á öðrum
samhærilegum stjórnarskrif-
stofum, a.m.k. hér á landi. Með
fram kann þetta að eiga rætur
að rekja til þess, að stétt lækna
er um sumt frábrugðin öðrum
stéttum, og á þetta ekki hvað
sizt við um afstöðu hennar til
sjálfrar sín. Til dæmis skal
nefnt það, sem bar til á greindri
skrifstofu nú fvrir fáum dög-
um. Lækni einn bar þar að
garði, og segir sá frá því, að
liann hafi lesið í The Lancet,
virðulegasta læknatímariti Bret-
lands, nema víðar sé,í hefti, sem
kom út rétt fyrir jólin (6. des-
ember), ramma ádeilugrein á
læknastéttina eftir merkan
lækni, forseta einnar liöfuð-
deildar Brezka læknafélagsins,
og sé greinin reyndar ávarp
lians úr forsetastóli á þingi
deildarinnar síðastliðið sumar.
í ávarpinu, sem fengið sé heið-
urssæti í ritinu og birt athuga-
semdalaust, sé læknum óspart
og óþvegið sagt til syndanna,
bæði almennum læknum og þó
fremur sérfræðingum, en ekki
sízt læknum, sem hafa með
liöndum að vasast í stjórnsýslu
varðandi heilbrigðismál. Pistill-
inn endi á því, að það sé a.m.k.
talið íhugunarefni, hvort læknis-
fræðin, eins og liún er hag-
nýtt, sé mannkvninu, þegar öll
kurl komi til grafar, fremur til
blessunar en bölvunar. Fannst
gestinum nokkuð til um kenn-
inguna, og vildi liann, að land-
læknir þýddi greinina til birting-
ar í Læknablaðinu. Landlæknir
lét ekki dekstra sig að líta vfir
greinina. Að lestrinum loknum
stakk hann niður penna og hað
leyfis höfundar að mega þýða
ávarp lians og birta það. Var
hvort tveggja ljúflega veitt, og
var höfundur svo litillátur að
geta þess, að liann teldi sér til-
mælin til upphefðar. Er Lækna-
blaðinu nú send þýðingin með
þessum fáu eftirmálsorðum.
Þýðandi liefur gert leik að því
að glettast við prestvígða mál-
vini sína með því að segja þeim
frá inntaki þessarar læknahug-
vekju og inna þá jafnframt eft-
ir, hvort þeim væri kunnugt, að
það tíðkaðist mjög á erlendum
sýnódum og öðrum prestaþing-
um, að stétt presta væri úr for-
setastóli lesinn ámóta lestur, eða
livort þeir Iiefðu rekizt á sam-
svarandi stéttargagnrýni i er-
lendum kirkjuritum, Eða hvað