Læknablaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 48
168
LÆKNABLAÐIÐ
lega í miklu losti af blóðtapi,
en þó er mjög athyglisvert að
59% þeirra sjúldinga, sem voru
opereraðir þannig acut, tókst að
bjarga.
Ekki virðist ástæða til að ótt-
ast, að æðar, sem þannig eru
settar í sjúklinga, endist ekki
nógu lengi, þar sem þegar er
komin margra ára reynsla á
slíkt, að minnsta kosti ekki ef
um samkynja æðar er að ræða.
Ösamkynja æðar liafa hins veg-
ar reynzt óliæfar vegna þess,
bve þær degenerera fljótt og
kalka, eða þá, að það myndast
aneurysma í þeim. Einnig virð-
ist nokkuð öruggt, að gervicfn-
in séu nægjanlega lialdgóð.
Thorarinsson, H.:
Aneurysma aortae.
SUMMARY.
The etiology, location, and clini-
cal characteristics of the various
types of aortatic aneurysms, are
described.
Diagnosis, prognosis, and treat-
ment are also discussed.
HEUZTU HEIMILDIR.
I) Henry Ford Hospital Interna-
tional Symposium on Cardiovas
cular Surgery, bls. 434—529. W.
B. Saunders Company, Philadei-
phia London, 1955.
II) Thoracic Surgery and Related
Pathology, by Gustaf E. Lind-
skog and Averill A. Liebow.
Appleton — Century — Crofts,
Inc. 1953, bls. 463^70.
ffitfretjn
Medicinsk árbog.
Ritstjórn Læknablaðsins hefur
borizt eintak af Med. árbog 1960—■
61 frá forlagi Munksgaards (tæpar
400 bls. Verð 72 d. kr.).
1 bókinni eru 34 greinar eftir
Norðurlanda-höfunda, um efni úr
ýmsum sérgreinum læknisfræðinn-
ar, en einkum greinar um algeng
efni, er snerta störf flestra lækna.
Sem dæmi má nefna kafla um kvef,
greiningu á anæmium, Klimakter-
ium og meðferð þess, fyrstu hjálp
við umferðarslys, blæðandi ulcus,
svima, meðferð á heyrnartruflun-
um, graviditetstoxicosis, diurektika,
glaucoma, krampa í ungbörnum, o.
m. fl. Allmargar myndir eru efn-
inu til skýringar. Pappir og frágang-
ur góður. Ó. G.
Prtí Ittshnum
Hannes Þórarinsson, læknir, var
hinn 16 nóv. 1961 skipaður dósent
(í húð- og kynsjúkdómum) við
læknadeild Háskólans frá 15. sept.
’61 að telja.
Einar Baldvinsson, cand. med.,
hefur hinn 29. nóv. 1961 fengið leyfi
til að stunda almennar lækningar
hér á landi.
Björn Júlíusson, læknir, hefur
hinn 30. nóv. 1961 fengið leyfi til
að starfa sem sérfræðingur í barna-
sjúkdómum hér á landi.
Þorlákur Sævar Halldórsson,
cand. med., var settur héraðslæknir
í Siglufjarðarhéraði frá 15. nóv.
1961 og þar til öðruvísi yrði ákveðið
Frosti Sigurjónsson, cand. med.,
var settur héraðslæknir í Hvamms-
tangahéraði frá 20. nóv. 1961 til
20. mai 1962.