Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 90

Læknablaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 90
198 LÆKNABLAÐIÐ J4annei ^Jinnboyaion: Læknaiiámskeið Námskeið fyrir praktiserandi lækna og héraðslækna var hald- ið á vegum L. 1. í byrjun sept- ember og stóð í 6 daga. Fór það fram í fyrirlestrum, með sýningu og skoðun sjúklinga og frjálsum umræðum á milli fyr- irlesara og þátttakenda. Þar sem námskeiðið var með áður- greindu léttu sniði, en ekki með hávísindalegum leiðigjörnum fyrirlestrum, varð að takmarka tölu þátttakenda. Var skipt í tvo flokka fyrir hádegi, en hlýtt á fyrirlestra sameiginlega í 2 stundir eftir hádegi. Hjá báðum flokkunum var fjallað um sama efni. Þátttakendur voru 14, þar af 12 héraðslæknar. Var það samdóma álit þátt- takenda, að þeir hefðu mikið af þessu lært. Þar eð svo frjáls- lega var um efnið fjallað, gát- um við fengið að vita það, sem við þurftum að vita, einfaldlega með því að spyrja. Var ánægju- legt og uppörvandi að finna þann anda, sem ríkti á milli okkar og þeirra, sem fræddu. Fyrirgreiðsla og móttökur á þeim stofnunum, sem við heim- sóttum, var okkur og til mikill- ar ánægju. Tel ég engan vafa leika á því, að slíkum námskeiðum beri að halda áfram. Að fenginni þess- ari reynslu þykir mér vafasamt að breyta tilhögun mikið frá því, sem var að þessu sinni, svo vel sem til tókst. Formaður L. L, Óskar Þórð- arson, er frumkvöðull þessarar nýbreytni. Skipulagði hann námskeiðið, enda hefur hann kynnt sér vel hliðstæða starf- semi í nágrannalöndum okkar. Tókst það þannig, að ekki var hægt að finna, að þetta væri í fyrsta sinn, sem slíkt mót væri hér haldið. Fannst reyndar á sumum, að formaðurinn væri nokkuð vinnuharður húsbóndi, þar sem mestur hluti dagsms var námskeiðinu helgaður. En svo verður að vera, ef tímann skal vel nota. En ekki bar á skrópi, enda mátti enginn af neinu missa. Ber að þakka heilbrigðis- stjórninni og Tryggingastofn- un ríkisins fyrir fjárhagslega aðstoð, sem gerði L. 1. kleift að koma námskeiði þessu á. Er það vissa mín, að fé því hafi ekki með öllu verið á glæ kastað, þar sem þeir, sem námskeiðið sóttu, munu í mörgum tilfell- um lækna með betri árangri á miklu hagkvæmari hátt en áð- ur, öllum aðilum til hagsbóta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.