Læknablaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 90
198
LÆKNABLAÐIÐ
J4annei ^Jinnboyaion:
Læknaiiámskeið
Námskeið fyrir praktiserandi
lækna og héraðslækna var hald-
ið á vegum L. 1. í byrjun sept-
ember og stóð í 6 daga. Fór
það fram í fyrirlestrum, með
sýningu og skoðun sjúklinga og
frjálsum umræðum á milli fyr-
irlesara og þátttakenda. Þar
sem námskeiðið var með áður-
greindu léttu sniði, en ekki með
hávísindalegum leiðigjörnum
fyrirlestrum, varð að takmarka
tölu þátttakenda. Var skipt í
tvo flokka fyrir hádegi, en hlýtt
á fyrirlestra sameiginlega í 2
stundir eftir hádegi. Hjá báðum
flokkunum var fjallað um sama
efni. Þátttakendur voru 14,
þar af 12 héraðslæknar.
Var það samdóma álit þátt-
takenda, að þeir hefðu mikið af
þessu lært. Þar eð svo frjáls-
lega var um efnið fjallað, gát-
um við fengið að vita það, sem
við þurftum að vita, einfaldlega
með því að spyrja. Var ánægju-
legt og uppörvandi að finna
þann anda, sem ríkti á milli
okkar og þeirra, sem fræddu.
Fyrirgreiðsla og móttökur á
þeim stofnunum, sem við heim-
sóttum, var okkur og til mikill-
ar ánægju.
Tel ég engan vafa leika á því,
að slíkum námskeiðum beri að
halda áfram. Að fenginni þess-
ari reynslu þykir mér vafasamt
að breyta tilhögun mikið frá
því, sem var að þessu sinni,
svo vel sem til tókst.
Formaður L. L, Óskar Þórð-
arson, er frumkvöðull þessarar
nýbreytni. Skipulagði hann
námskeiðið, enda hefur hann
kynnt sér vel hliðstæða starf-
semi í nágrannalöndum okkar.
Tókst það þannig, að ekki var
hægt að finna, að þetta væri í
fyrsta sinn, sem slíkt mót væri
hér haldið. Fannst reyndar á
sumum, að formaðurinn væri
nokkuð vinnuharður húsbóndi,
þar sem mestur hluti dagsms
var námskeiðinu helgaður. En
svo verður að vera, ef tímann
skal vel nota. En ekki bar á
skrópi, enda mátti enginn af
neinu missa.
Ber að þakka heilbrigðis-
stjórninni og Tryggingastofn-
un ríkisins fyrir fjárhagslega
aðstoð, sem gerði L. 1. kleift að
koma námskeiði þessu á. Er það
vissa mín, að fé því hafi ekki
með öllu verið á glæ kastað,
þar sem þeir, sem námskeiðið
sóttu, munu í mörgum tilfell-
um lækna með betri árangri á
miklu hagkvæmari hátt en áð-
ur, öllum aðilum til hagsbóta.