Læknablaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 65
LÆKNABLAÐIÐ
177
hún hafði verið kosin þá um
morguninn. Fundarstjóri bar
fram tillögu þess efnis, að þing-
ið fæli fundarstjóra og for-
manni L. 1. að undirrita fund-
argerðina, þegar hún yrði til-
búin úr hendi ritara, og var til-
lagan samþykkt.
Þá tók til máls Eggert Ein-
arsson og ræddi um launa- og
gj aldskrármál héraðslækna.
Kvað hann héraðslæknum hafa
verið lofað hækkun á gjald-
skránni við vísitölubreytingu,
sem orðin var, en úr því hefði
ekkert orðið. Hann drap á sam-
þykktina frá 1959 um taxta
héraðslækna, ræddi um erfið-
leikana á skipun læknishéraða,
ályktun Alþingis vegna þess,
greinargerð og fylgiskjöl, en
þau eru: álit landlæknis, Há-
skólans og L. I. Deildi hann síð-
an á 5. greinina í bréfi land-
læknis um alræðisvald félags-
málaráðuneytisins og lagði að
lokum áherzlu á, að hvergi væri
minnzt á í þessu frumvarpi að
bæta kjör héraðslækna. Fund-
arstjóri, Páll Kolka, tók næst-
ur til máls. Taldi hann þings-
ályktun Alþingis hið mesta
fálm. Ekki kvaðst hann geta
skilið elliheimilishugmyndina,
þar sem læknirinn stundaði
héraðslæknisstörf í hjáverkum
sínum. Taldi hann, að kjör hér-
aðslækna almennt þyrfti að
bæta verulega.
Þá tók til máls formaður,
Kristinn Stefánsson, vegna
bréfs frá landlækni, þar sem
farið er fram á tilnefningu full-
trúa af hálfu stjórnar L. 1. til
samráðs við landlækni um 2., 4.
og 5. lið þingsályktunar sam-
kvæmt heimild ráðuneytis.
Lagði formaður eindregið til,
að aðalfundurinn fæli stjórn-
inni að verða við þessari ósk
landlæknis, og hvatti til, að
jafnan yrði reynt til þrautar
með vinsamlegum samninga-
leiðum að koma úrbótum í gegn.
Brynjúlfur Dagsson talaði
næstur og gerði grein fyrir
þeim þáttum til úrbóta á kjör-
um héraðslækna, sem hann
myndi beita sér fyrir að koma
á, meðal annars um velbúna
læknisbústaði með húsgögnum,
lækningastofur með áhöldum
og lífeyrisgreiðslur á sjúkra-
samlagspraxis. Þá gerði hann
samanburð á gjaldskránni fyrr
og nú.
Guðmundur Karl Pétursson
tók síðast til máls og ræddi um
fólksstrauminn til þéttbýlisins,
deildi á takmarkalausa sundur-
liðun læknishéraða, drap nokk-
uð á úrbætur og flutti að síð-
ustu hugvekju um skyldur og
störf lækna.
Að lokum var svohljóðandi
tillaga borin upp og samþykkt:
.J.æknaþing 1961 lætur í Ijós
þá ósk, að aðalfundur L. I.
1961 feli stjórninni að útnefna
mann til samráðs við landlækni
um ráðstafanir gegn lækna-
skorti, sbr, bréf þar um“.