Læknablaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 68
180
LÆKNABLAÐIÐ
(Russek)s) lýsir þessum sjúkl-
ingum svo: „Þeir eru fram-
sæknir, metorðagjarnir, sívinn-
andi, með mikinn sjálfsaga og
ákveðnir að komast í æðstu
stöðuna."
Af þeim 100 manna hópi með
kransæðasjúkdóma, sem Rus-
seks) segir frá, hafði langvinn
geðshræring, ýmiss konar and-
leg áreynsla ásamt ábyrgðar-
mikilli stöðu verið unanfari
kasts meðal ,91 þessara s j úklinga.
Aðrir gera minna úr því, að
geðshræringar stuðli að krans-
æðasjúkdómum (Sprague)4).
Hann bendir á, að í Japan sé
háþrýstingur og sjálfsmorð til-
tölulega algengt fyrirbrigði, en
kransæðasjúkdómar sjaldgæfir.
Ekki séu kransæðasjúkdómar
algengari meðal fólks með
psykosis maniodepressiva og
asthenia neuro-circulatoria en
meðal almennings. 1 Noregi og
Hollandi hafi dauðsföllum af
völdum kransæðasjúkdóma
fækkað, meðan á stríðinu stóð.
Þetta skýrir Russeks) á þann
hátt, að mjög sé dregið úr
hættunni fyrir kransæðasjúk-
dómum við miklar geðshrær-
ingar, ef viðkomandi nærist á
fitusnauðu fæði.
Bent er á, að skyndigeðhrif
hafi áhrif á hin ýmsu innri
efnaskipti líkamans og hið
fysiologiska jafnvægi þeirra
innbyrðis. Veldur þetta trufl-
unum í kólesterol-efnaskiptum
og coagulationfibrinolysinkerfi.
Serumkólesterol hækkar við
skyndilega andlega raun. Ryðj-
ast þá inn í blóðrásina fitusýr-
ur frá líkamsvökvunum. Adren-
alin hefur sömu verkun. And-
leg áreynsla er talin auka fram-
leiðslu á ACTH við ertingu á
framlappa heiladingulsins, sem
svo hefur áhrif á nýrnahetturn-
ar til að framleiða steroida.
Þeir erta afturlappa heila-
dingulsins með þeim afleiðing-
um, að losnar um efni, sem
kallað er „lipid-mobilizer“, sem
verkar beint á fitubirgðir lík-
amans, svo að inn í blóðrásina
kemur „neutral" fita ásamt
kólesterol, eða almenn „lipæmi“.
Talið er, að geðbrigði hafi
áhrif á storknunarhæfni blóðs-
ins, bæði auki hana og „viscos-
itet“ þess. Þessar síðastnefndu
blóðbreytingar ásamt auknu
fituinnihaldi þess stuðla að
segamyndun í æðum.
Lífsvenjur.
Hér mun ég aðeins drepa á
tóbaksnotkun. Deilt hefur ver-
ið um það í læknabókmennt-
um síðari ára, hvort beint or-
sakasamband sé á milli tóbaks-
neyzlu og kransæðasjúkdóma.
Læknar munu sammála um, að
tóbak hafi skaðleg áhrif og
auki einkenni hjá þeim, sem
haldnir eru kransæðasjúkdóm-
um. Ymsir höfundar, sem um
þetta mál hafa ritað, telja sig
ekki hafa fundið ákveðið or-
sakasamband milli tóbaksreyk-