Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1961, Page 68

Læknablaðið - 01.12.1961, Page 68
180 LÆKNABLAÐIÐ (Russek)s) lýsir þessum sjúkl- ingum svo: „Þeir eru fram- sæknir, metorðagjarnir, sívinn- andi, með mikinn sjálfsaga og ákveðnir að komast í æðstu stöðuna." Af þeim 100 manna hópi með kransæðasjúkdóma, sem Rus- seks) segir frá, hafði langvinn geðshræring, ýmiss konar and- leg áreynsla ásamt ábyrgðar- mikilli stöðu verið unanfari kasts meðal ,91 þessara s j úklinga. Aðrir gera minna úr því, að geðshræringar stuðli að krans- æðasjúkdómum (Sprague)4). Hann bendir á, að í Japan sé háþrýstingur og sjálfsmorð til- tölulega algengt fyrirbrigði, en kransæðasjúkdómar sjaldgæfir. Ekki séu kransæðasjúkdómar algengari meðal fólks með psykosis maniodepressiva og asthenia neuro-circulatoria en meðal almennings. 1 Noregi og Hollandi hafi dauðsföllum af völdum kransæðasjúkdóma fækkað, meðan á stríðinu stóð. Þetta skýrir Russeks) á þann hátt, að mjög sé dregið úr hættunni fyrir kransæðasjúk- dómum við miklar geðshrær- ingar, ef viðkomandi nærist á fitusnauðu fæði. Bent er á, að skyndigeðhrif hafi áhrif á hin ýmsu innri efnaskipti líkamans og hið fysiologiska jafnvægi þeirra innbyrðis. Veldur þetta trufl- unum í kólesterol-efnaskiptum og coagulationfibrinolysinkerfi. Serumkólesterol hækkar við skyndilega andlega raun. Ryðj- ast þá inn í blóðrásina fitusýr- ur frá líkamsvökvunum. Adren- alin hefur sömu verkun. And- leg áreynsla er talin auka fram- leiðslu á ACTH við ertingu á framlappa heiladingulsins, sem svo hefur áhrif á nýrnahetturn- ar til að framleiða steroida. Þeir erta afturlappa heila- dingulsins með þeim afleiðing- um, að losnar um efni, sem kallað er „lipid-mobilizer“, sem verkar beint á fitubirgðir lík- amans, svo að inn í blóðrásina kemur „neutral" fita ásamt kólesterol, eða almenn „lipæmi“. Talið er, að geðbrigði hafi áhrif á storknunarhæfni blóðs- ins, bæði auki hana og „viscos- itet“ þess. Þessar síðastnefndu blóðbreytingar ásamt auknu fituinnihaldi þess stuðla að segamyndun í æðum. Lífsvenjur. Hér mun ég aðeins drepa á tóbaksnotkun. Deilt hefur ver- ið um það í læknabókmennt- um síðari ára, hvort beint or- sakasamband sé á milli tóbaks- neyzlu og kransæðasjúkdóma. Læknar munu sammála um, að tóbak hafi skaðleg áhrif og auki einkenni hjá þeim, sem haldnir eru kransæðasjúkdóm- um. Ymsir höfundar, sem um þetta mál hafa ritað, telja sig ekki hafa fundið ákveðið or- sakasamband milli tóbaksreyk-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.