Læknablaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 73
LÆKNABLAÐIÐ
183
eru í því fólgin, a'ö auka út-
skilnaö kólesterol í saur (jurta-
olíur) og hindra kólesterolupp-
tökuna frá þarminum (sito-
sterol). Með því að breyta fitu-
innihaldi fæðunnar þannig að
nota jurtafeiti í stað dýrafeiti
telja margir höfundar, að
hindra megi til muna myndun
æðakölkunar og blóðsega. Þó
má benda á, að með þessari
meðfei’ð eru engin vandkvæði
fyrir lifrina að mynda kól-
esterol, sem sé óhindruð kól-
esterol-synthesis, og bent hefur
verið á, að sölt af jurtaolíum
hafi fundizt í æðaveggjum
þeirra sjúklinga, sem lengi hafa
notið þessarar meðferðar.
Á síðastliðnu ári komu grein-
ar um efnið: Triparnol (MER
—29),sem talið er verka beint á
kólesterol-synthesis, þannig að
hún stöðvast á því stigi mynd-
unarinnar, sem heitir: desmo-
sterol. Enn er of stuttur tími
liðinn, svo að hægt sé að gera
sér grein fyrir árangri þessar-
ar meðferðar. Þó hefur verið
bent á, að fundizt hafi „desmo-
sterol“ útfellingar í æðaveggj-
um, og vekur það strax efa-
semdir um gagnsemi lyfsins.
Nikotínsýrumeöferö er stöð-
ugt mikið beitt og er örugg til
að lækka kólesterol í blóði og
það til langframa. Skiptar eru
skoðanir um aukaverkanir.
Ekki eru menn á eitt sáttir,
hvernig eða hvar nikotínsýran
verki á kólesterol-efnaskiptin.
Talið er, að vanadium hindri
kólesterol-synthesis og valdi á
þann hátt lækkun á kólesteroli
í blóði. Of stuttur tími er liðinn
frá því, að fregnir bárust um
þessa meðferð, svo að unnt sé
að gera sér grein fyrir gildi
hennar.
Það hefur löngum verið kunn-
ugt, að thyroida-lyf valda
lækkun á serumkólesterol, en
þau hafa bæði haft í för með sér
aukin einkenni um hjartakveisu
og hyperthyroidismusogeru því
lítt hæf til þessarar meðferðar.
Á síðustu árum hafa fundizt ný
sambönd þeirra, sem verka öfl-
ugar til lækkunar á kólesterol,
en minna á efnaskiptin, svo sem
tetrac (tetrajodethyreo-edik-
sýra), triac (trijodothyreoedik-
sýra) og d-trijodotyronin.
östrogen-meöferö, sem hefur
greinilega lækkun á kólesterol
í för með sér, hefur lítið verið
beitt vegna þess, hve miklum
„feminiserandi" áhrifum hún
veldur hjá körlum.
Heparin-meöferö. Of langt
mál yrði hér upp að telja, hve
margs konar verkanir heparin
er talið hafa á fituefni blóðsins,
auk þess eru þar ekki enn þá
öll kurl komin til grafar. Meðal
annars lækkar heparin kól-
esterol og inniheldur „clearing-
factors" eða „lipidregluating
substances", sem auk þess
minnka „viscositet“ blóðsins.
Enn hafa ekki verið færðar
sannanir fyrir því, að breyt-