Læknablaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 66
178
LÆKNABLAÐIÐ
Þá var tekið fyrir næsta mál:
Domus Medica. Bjarni Bjarna-
son, formaður Domus Medica-
nefndar, rakti sögu þessa máls
og kvað margt hafa verið and-
stætt á þessu ári. Lóðin við
Miklatorg væri nú úr sögunni,
en loks hefði í dag fengizt sam-
þykki fyrir, að byggja mætti á
lóð milli Heilsuverndarstöðvar
Reykjavíkur og Skátaheimilis-
ins við Egilsgötu.
Fundarstjóri og fundarmenn
þökkuðu nefndinni og formanni
hennar ötult starf. Kristinn
Stefánsson kvaddi sér hljóðs og
hvatti félaga til að leggja nokk-
urt fé af mörkum til Domus
Medica.
Arinbjörn Kolbeinsson ræddi
um álit bjartsýnismannanna og
varaði við að hefja fram-
kvæmdir, fyrr en fjárhags-
grundvöllur væri orðinn traust-
ur, kvað fjárhag lækna þröngan
og framlög þeirra kynnu að
heimtast seint og illa. Lagði
hann áherzlu á að einbeita sér
að því að bæta hag lækna, og
myndi þá auðvelt að safna fé
til byggingarinnar.
Eggert Steinþórsson taldi
fráleitt að óttast erfiðleika
vegna byggingarkostnaðar og
kvað lækna hafa verið þess um-
komna að byggja fleiri Domus
Medica, ef ekki hefði verið öðru
um að kenna en fjárskorti.
Skoraði hann á lækna að drepa
nú ekki málið, þegar lóð væri
fengin að nýju.
Þá flutti Sigurður Samúels-
son skýrslu um ferð sína til
Stokkhólms á fund Læknafélaga
Norðurlanda, en þar var rætt
um menntun sérfræðing^ í
hverju landinu fyrir sig. Guðm.
Karl Pétursson bar fram fyrir-
spurn um fyrirkomulag þessara
mála hér hjá okkur. Kristinn
Stefánsson skýrði lauslega frá
nýrri reglugerð, sem verið er
að vinna að, varðandi sérfræði-
nám.
Þing var sett að nýju kl.
20.30, en þá flutti Pétur H.
J. Jakobsson erindi um sótt-
leysi og hríðaaukandi lyf og
sýndi skuggamyndir til skýr-
ingar efninu. Til máls tóku um
erindið Páll Kolka og Kristinn
Stefánsson.
Síðan flutti Óskar Þórðar-
son erindi um framhaldsmennt-
un almennra lækna á Norður-
löndum og lagði fram uppá-
stungur að tilhögun nám-
skeiðs á spítölum í Reykjavík
fyrir almenna lækna hérlenda.
Fundarstjóri þakkaði flutnings-
manni erindið og sleit svo þessu
læknaþingi.