Læknablaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ
169
Aðalfundiir Læknafélags
íslands 1961
Aðalfundur Læknafélags Is-
lands (L. 1.) var haldinn í
fyrstu kennslustofu Háskólans
30. júní til 1. júlí ’61. Formað-
ur, Kristinn Stefánsson, setti
fundinn kl. 9.15. Hann bauð
fulltrúa velkomna, og var síð-
an gengið til dagskrár.
Kjörbréfanefnd: Kosnir
voru Ólafur Geirsson, Gunn-
laugur Snædal og Brynjúlfur
Dagsson. Kjörbréfanefndin at-
hugaði þegar kjörbréf allra
fulltrúa, og voru þau gild, en
fulltrúarnir voru: Frá Lækna-
félagi Reykjavíkur: Kristinn
Stefánsson, Ólafur Geirsson,
Gunnlaugur Snædal, Brynjúlf-
ur Dagsson, Arinbjörn Kol-
beinsson, Kolbeinn Kristófers-
son og Bjarni Bjarnason. Frá
Læknaf élagi Miðvesturlands:
Eggert Einarsson. Frá Lækna-
félagi Vestfjarða: Þorgeir
Jónsson. Frá Læknafélagi
Norðvesturlands: Friðrik J.
Friðriksson. Frá Læknafélagi
Akureyrar: Guðmundur Karl
Pétursson. Frá Læknafélagi
Suðurlands: Ólafur Björnsson.
Frá Læknafélagi Norðaustur-
lands: Björn Jósefsson.
Fundarsijóri var kosinn Guð-
mundur Karl Pétursson yfir-
læknir, Akureyri. Gjaldkeri
lagði fram endurskoðaða reikn-
inga félagsins og ekknasjóðs;
einnig reikning Læknablaðs-
ins, sem nú var í fyrsta sinn
aðskilinn frá hinum sameigin-
legu félagsreikningum. Allir
þessir reikningar voru sam-
þykktir samhljóða.
Formaður las upp samþykkt
frá Læknafélagi Norðaustur-
lands þess efnis, að tilmælum
væri beint til landlæknis og
heilbrigðisstjórnar um útgáfu
á reglum og lögum, er varði hér-
aðslækna sérstaklega, enn
fremur leiðbeiningum um emb-
ættisfærslu og skýrslugerð.
Fulltrúi félagsins, Björn Jó-
sefsson, reifaði málið. Taldi
hann ýmis ákvæði vera laus í
reipum og óskýr og ylli þetta
oft vandræðum í embættis-
færslu, einkum varðandi
skýrslugerð. Málið var lauslega
rætt, en því síðan vísað til
stjórnarinnar.
Fulltrúi Læknafélags Mið-
vesturlands bar fram tillögu
þess efnis, að aftur yrði tekin
upp krafa um orlofsfé, þannig
að orlofsgi'eiðslur vegna sjúkra-
samlagsstarfa yrðu látnar
mynda eftirlaunasjóð fyrir hér-
aðslækna. Máli þessu var einn-
ig vísað til stjórnarinnar.