Læknablaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 61
LÆKNABLAÐIÐ
173
Fundargerð læknaþingsinsí
Árið 1961, hinn 29. júní kl.
16, hófst læknaþing Lækna-
félags Islands í fyrstu kennslu-
stofu Háskólans. Gestur á fund-
inum var vestur-íslenzkur lækn-
ir, Gestur Kristjánsson frá
Winnipeg.
Formaður, Kristinn Stefáns-
son, setti þingið með nokkrum
orðum og minntist síðan
tveggja félaga, sem látizt höfðu
á árinu, þeirra Péturs Boga-
sonar, yfirlæknis við Sölleröd
Sanatorium í Danmörku, og
Gunnars Cortes. Risu menn úr
sætum í virðingarskyni við hina
látnu.
Formaður tilnefndi fundar-
stjóra Pál V. G. Kolka og fund-
arritara Friðrik J. Friðriksson.
Páll Kolka ávarpaði þingið
nokkrum orðum og gaf síðan
formanni orðið um ársskýrslu
stjórnarinnar.
Kvað formaður skýrsluna
ekki verða langa að þessu sinni,
og bæri tvennt til. Á árinu hefði
ekki borið mjög margt til tíð-
inda, en gangur þeirra mála,
er mestu skipti, yrði rakinn af
formönnum nefnda, sem með
þau fóru. Kvað hann Guðmund
Karl Pétursson mundu gera
giæin fyrir samningum, vegna
praktiserandi lækna utan
Reykjavíkur, við Trygginga-
stofnun ríkisins.
Formaður kvaðst fyrir hönd
stjórnar félagsins vilja þakka
nefndarmönnum mikið og gott
starf og sérstaklega formanni
nefndarinnar, sem um langan
veg hafði farið margar ferðir
og hvorki sparað tíma né erfiði
þrátt fyrir mikið annríki heima
fyrir. Þá kvað formaður Eggert
Einarsson mundu skýra frá
störfum nefndar um launa- og
gjaldskrá héraðslækna, en von-
andi væri, að ekki þyrfti lengi
að bíða mikilla lagfæringa á
öllum aðbúnaði héraðslækna.
Formaður kvað Domus Med-
ica málið enn hafa verið tölu-
vert á dagskrá. Mundi formað-
ur húsnefndar gera grein fyrir
störfum nefndarinnar og
óvæntum erfiðleikum, sem enn
hefðu orðið til þess að tefja
allar framkvæmdir.
Þá skýrði formaður frá því, að
samin hefðu verið drög að nýrri
reglugerð fyrir Hjúkrunar-
skóla Islands og nafni hans
breytt úr Hjúkrunarkvenna-
skóli Islands í samræmi við það,
að karlar hefðu tekið að stunda
hjúkrunarnám. Gert er ráð
fyrir, að Læknafélag Islands
tilnefni einn mann í skóla-
nefnd.
Formaður gat þess, að sér-
stök nefnd hefði haft til athug-
unar framhaldsmenntun al-