Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1962, Page 19

Læknablaðið - 01.12.1962, Page 19
LÆKNABLAÐIÐ 147 þing í hematology, sem lialdið var í Róm, og flutti þar fyrir- lestur. Síðustu árin var hann fulltrúi háskóla síns á lækna- þingum, sem haldin voru á tveggja mánaða fresti, en þar voru mættir fulltrúar frá 13 háskólum í Ameríku. Af þessu verður séð, hversu mjög miklu Úlfar læknir hefur afrekað á stuttri ævi og hversu oft vinnudagur lians hefur orð- ið úr hófi langur, og er andlát hans har að, var hann að skrifa grein um nýtt lvf gegn hvíthlæði. Ég vil nú um leið og ég læt lokið þessari stuttu lýsingu á starfi hans í Bandaríkjunum tilfæra hér fáein orð úr eftir- mælum prófessors dr. Ralph Jones, sem er æðsti maður læknaháskólans í Miami. Hann segir: „His absence \vill be sorely felt hy his students, his friends and colleagues here and elsewhere, by the institu- tions he served and by the scientific community to which he contributed.“ Fámenn og fátæk þjóð má bíta í það súra eplið að geta ekki veitt viðunandi starfs- skilyrði öllum sínum bezt menntu sonum. Þetta er sorg- arsaga, en á samt einn ljós- geisla, að fáir eru hetri full- trúar lítillar þjóðar en gáfaðir og vel menntir menn, sem með eigin verðleikum ryðja sér braut meðal framandi þjóða til mestu virðingarsæta; einn þeirra var Úlfar læknir. Við læknar erum vanir því að þurfa að kveðja marga starfsbræður okkar á miðjum aldri eða yngri, og alltaf er það jafnsárt, en um leið minn- umst við þess, að lífsstarf það, sem við höfum valið okkur, er fórnarstarf, sem helzt mætti líkja við starf sjómannsins, sem leggur út frá brimströnd. Úlfar læknir kvæntist árið 1942 Guðnýju Ámundadótlur, Árnasonar, kaupmanns i Reykjavík, og konu hans, Stefaníu Gisladóttur, glæsilegri og góðri konu. Þau eignuðust þrjú börn, sem öll eru á lífi: Jakob 19 ára, sem nú tekur upp merki föður síns og hóf nám við læknadeild háskólans hér í haust, og Stefaniu og Ást- ríði 13 ára, sem eru við nám við Kvennaskólann í Reykja- vík. Ég vil votta Guðnýju, börn- um hennar og öðrum ástvin- um Úlfars heitins, innilega samúð. Úlfar læknir var glæsilegur fulltrúi íslenzkra lækna meðal stórþjóðar og okkur, sem þekktum hann, hugþekkur og kær starfsbróðir, sem aldrei gleymist. Jón Gunnlangsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.