Læknablaðið - 01.12.1962, Page 74
186
LÆKNABLAÐIÐ
í launaflokka skv. tillögum
stjórnar L. I. Formaður, Óskar
Þórðarson, lagði fram greinar-
gerð L. 1. ásamt lista um launa-
flokkana og uppkasti launaráðs
BHM. Ólafur Bjarnason upp-
lýsti, að röðun lækna í launa-
flokka, eins og hún væri til-
greind í tillögum stjórnarinnar,
hefði verið samþykkt á auka-
fundi L. 1. 31. júlí 1962. Tillög-
ur launaráðs BHIM væru síðar
til lcomnar, en í þeim fælist
engin grundvallarbreyting,
lieldur aðeins það, að læknum
væri þar dreift á l'leiri flokka.
Að loknum umræðum var hor-
in fram eftirfarandi lillaga frá
stjórn L. 1.:
„Stjórn Læknafélags Is-
lands gerir það að tillögu
sinni, að kosin verði nefnd,
sem undirbýr flokkun hér-
aða með tilliti til röðunar
héraðslækna í launastiga.
Formenn svæðafélaga afli
nauðsynlegra gagna frá hér-
aðslæknum, til þess að nefnd-
in geti leyst hlutverk sitt af
hendi.“
Umræður urðu engar um til-
löguna og var hún samþykkt
einróma. Stjórnin gerði uppá-
stungu um eftirtalda menn í
nefndina: Eggert Einarsson,
Brynjúlf Dagsson og Ólaf
Björnsson, og voru þeir allir
einróma kjörnir.
Þá var tekin fyrir skýrsla
samninganefndar praktiserandi
lækna utan Reykjavíkur. Fund-
arstjóri, Guðmundur Karl Pét-
ursson, kvað formann nefndar-
innar ekki mættan né heldur
hefði hann skipað neinn annan
í sinn stað til að gera grein fyr-
ir störfum nefndarinnar; hins
vegar hefði fundarstjóri sjálf-
ur verið í nefndinni og vildi
því gefa lauslega skýrslu um
árangur og lagði í því sambandi
fram samning þann, sem gerð-
ur hefði verið við T. B. Ávinn-
ingsatriði taldi hann vera eft-
irfarandi:
1. I fyrsta sinn væri viðurkennt
af T. R. það sjónarmið, að
sama gi’eiðsla kæmi fyrir
sama verk, hvar sem væri
á landinu.
2. Fullur jöfnuður næðist á
númeragjaldi í fjórum á-
föngum og að fullu á árinu
1965.
3. Gjöldin hreyttust í samræmi
við breytingar á gjaldskrá
L. R.
4. Frídagar yrðu fleiri.
5. Samlög greiddu 6,5% í
tryggingarsjóð, 4,8% í sum-
arleyfi, 3,5% í námssjóð’,
sem væri nýmæli.
1 heild væri þetta til verulegra
bóta, og þótt óánægju hefði
gætt með bráðabirgðasam-
komulag út af næturþjónustu,
þá væru viðkomandi læknar í
heild ánægðir með þann árang-
ur, sem náðst hefði.
Um skýrslu praktiserandi
lækna utan Reykjavíkur tóku
einnig til máls Eggert Einars-