Læknablaðið - 01.12.1962, Qupperneq 98
206
LÆKNABLAÐIÐ
Saltpéturssýrlingseitrun *
Nj'lega kom fyrir dauðsfall
af völdum saltpéturssýrlings-
eitrunar, og þykir ástæða til að
skýra frá því, en jafnframt láta
fylgja nokkra greinargerð um
slíka eitrun.
Eitrun af völdum saltpét-
urssýru er mjög sjaldgæf
liér á landi. Með stærri þjóð-
um, einkum þar sem mikill iðn-
aður er, er slík eitrun tals-
vert algeng. Með vaxandi iðn-
aði hér, notkun málma og
málmsalta er hætta á, að slík
eitrun færist í vöxt.
Saltpéturssýra (HN03) er
mjög sterk ætisýra. Til iðnaðar-
þarfa er venjulega notuð 40—
60% saltpéturssýra. Saltpéturs-
sjrlingseitrun stafar af því, að
sýran kemst í snertingu við
málma, tré og fleiri efni, sem
verka „reducerandi“ á sýruna.
Við samrunann leysist efnið upp
og saltpéturssýrlingur (N02)
myndast, er rýkur sem þétt hvít
gufa. Þetta efni (N02) er hár-
æðaeitur og veldur lungnabjúg.
Algengustu orsakir.
1) Við hreinsun máhna fyrir
t. d. tinhúðun (zink, tin og
kopar).
2) Ef saltpéturssýran kemst í
snertingu við tré.,
3) Við prentmyndagerð (hreins-
un).
4) Við framleiðslu og sölu á
sýrunni.
5) Nokkuð er sýran notuð til
hreinsunar á t. d. mjólkur-
hrúsum, en er þá notuð mjög
þjmnt, svo að lítil liætta staf-
ar af.
Sjúkdómsmynd.
Samkvæmt Hamilton og
Hardy(i) sést þrenns konar
sj úkdómsmynd.
1) Bráður dauði lilýzt af, ef við-
komandi andar að sér mjög
mögnuðum saltpéturssýi’-
lings (NOo) reyk. Sú sjúk-
dómsmynd er allsjaldgæf.
2) Lungnabjúgur, sem kemur
í ljós innan 48 klukkustunda
eftir eitrunina. Slík mynd er
algengust. Deyi sjúklingar
ekki, ná þeir sér oftast al-
gerlega.
3) Hægfara einkenni. Sjúkling-
ar fá þá dágóðan bata í
*) Frá lyflæknisdeild Landspítal-
ans. Yfirlæknir Sigurður Samúels-
son prófessor.