Læknablaðið - 01.10.1965, Síða 36
8
LÆKNABLAÐIÐ
verið mjög algengt að sjá sjúk-
dómsgreininguna thrombosis
art. cerebri med., og á ég þar
við ldíniska greiningu. Rann-
sóknir Bulls og samverkamanna
hans hafa ieitt í ljós, að slík
sjúkdómsgreining fær sjaldan
staðizt.7 Þeir félagar fram-
kvæmdu æðamyndatöku á 36
sjúklingum, sem áttu að vera
með sega í arteria cerehri me-
dia eftir klíniskri greiningu að
dæma, en aðeins var hægt að
sýna fram á slíka skemmd á
æðamyndum hjá sex sjúkling-
anna.
Lokun á arteria cerebri me-
dia eftir höfuðáverka eða
áverka á háls er mjög sjaldgæf,
og eins og ég gal um í upphafi,
hefur aðeins verið lýst í fjór-
um tímaritsgreinum samtals
sjö sjúklingum. Tveir sjúkling-
anna voru krufnir, þ. e. sjúkl-
ingur De Veers og Browders
og einn af sjúklingum Dumans
og Slephens. Segir Duman, að
orsökin liafi verið „dissecting
aneurysma" hjá þeim sjúklingi,
sem liann lýsti, og með því að
endurskoða vefjasýni De Veers,
telur liann engan vafa á því,
að þar hafi einnig verið um að
ræða „dissecting aneurysma“,
en ekki sega, eins og De Veer
hafði lýst.
Svipuðum breytingum hefur
einnig verið lýsl við lokun á
arteria carolis interna eftir á-
verka á háls.
Sumir álíta, að við höggið
á hálsinn verði tog á hálsslag-
æð, sem síðan framkalli æða-
krampa, er hagi sér svo klíniskt
eins og um sega i carotis inter-
na eða cerebri media sé að
ræða.2 Enn aðrir álíta, að ofrétt-
ingin (hyperextensio) á liálsin-
um og samtímis hliðarbeyging
á liöfði valdi því, að hálsslag-
æð þrýstist upp að hliðarhrygg-
tindi (processus transversus)
þriðja hálsliðar og æðaþel (in-
tima) skemmist þá og afleið-
ing þessa verða síðan segi í æð-
inni.6 LTt frá þessari hugmynd
hafa menn einnig látið sér detla
i hug að lokun á arteria cerebri
media sé afleiðing æðastíflu
vegna sega, sem myndazt hefur
í earotis interna eftir skemmd
á æðaþeli (intima) á þeirri æð.
Af liinum sjö sjúklingum,
sem vitað er um, að hafi feng-
ið lokun á cerebri media eftir
Iiöfuðáverka, voru teknar æða-
mvndirmeð inndælingu skugga-
efnis í hálsslagæð hjá sex
þeirra, en einn sjúklingurinn
kom aðeins til krufningar, og
var ekki framkvæmd æða-
myndataka af honum. Hjá öll-
um sjúklingunum sýndi mynda-
takan mjög mikið minnkað eða
stöðvað rennsli í Sylvian æð-
um. Samanhurðar-myndataka
var framkvæmd hjá þremur
sjúklingum, sem þeir Frantzen
o. fl. lýstu, hjá einum þeirra
fimni dögum eftir slysið, öðr-
um einum mánuði og hinum
þriðja níu mánuðum eftir slvsið.