Læknablaðið - 01.10.1965, Side 45
LÆ KN ABLAÐIÐ
15
ureyri og sjúkrahúsbygging fyr-
ir Suðurland á Selfossi.
Sveitarfélögin standa sjálf
fvrir byggingu þessara sjúkra-
liúsa, en hljóta til þess fjárhags-
lega aðstoð rikisins.
Alþingi samþykkti á sl. ári
breytingar á sjúkrahúslögunum,
sem m. a. miða að þvi að l)æta
fyrirkomulag á greiðslu fjár-
framlags ríkisins lil sjúkrahús-
hygginga sveitarfdlaga. Fram-
lag ríkisins er nú þrír fimmtu
kostnaðar af að reisa almenn
sjúkrahús, sbr. 1. mgr. 10. gr.
sjúkrahúslaga nr. 54/1964, og
skal það innt af 'hendi innan
8 ára frá þvi fyrsta framlag var
greitt, miðað við upphaflega
kostnaðaráætlun, shr. 2. mgr.
11. gr. sjúkrahúslaga. Áður var
framlag rikisins frá tveimur
finimtu til tveggja þriðju kostn-
aðar eftir því, hver hvggði
sjúkrahúsið, og ekki var neitt
ákveðið, á hve löngum tíma
skyldi greiða framlagið. Á þessi
breyting að stuðla að því, að
byggingarnar dragist ekki ó-
hæfilega mikið,
Frarn til 1964 hafði ríkissjóð-
ur dregizt talsvert aftur úr með
greiðslu framlaga lil sjúkralnis-
bygginga og læknisbústaða, og
ákvað ríkisstjórnin því að verja
kr. 20 millj. af greiðsluafgangi
ríkissjóðs árið 1963 til að
minnka skuldir ríkissjóðs til
þessara framkvæmda. Af þess-
um kr. 20 millj. voru 11 millj.
greiddar lil Borgarsjúkrahúss-
ins i Reykjavík og kr. 2.5 millj.
til annarra sjúkrahúsbygginga
sveitarfélaga.
A fjárlögum ársins 1964 voru
veittar kr. 4.8 millj. til sjúkra-
liúsaliygginga sveitarfélaga, og
á þessu ári eru veitlar til þeirra
kr. 15.9 millj.
Heildarfjárveiting ríkissjóðs
á þessum tveimur árum til þess-
ara framkvæmda eru þannig
kr. 34.2 millj., þar af kr. 20.5
millj. til Borgarsjúkrahússins
og kr. 13.7 millj. lil annarra
sjúkrahúsa sveitarfélaga.
Þá hefur einnig á þessu ári
verið hafin viðbótarbygging við
Hjúkrunarskóla íslands og veill-
ar til þeirra framkvæmda 7
millj. kr. og ný hjúkrunarlög
voru sett á nýloknu Alþingi,
sem heimila aðstoðarfólk í
hjúkrunarstarfi, en livort
tveggja á að stuðla að því að
bæta úr núverandi skorti á
bjúkrunarfólki.
Við skipulagningu nýrri og
stærri framkvæmda í sjúkra-
húsabyggingum hefur verið leit-
að álits erlendra sérfræðinga og
má nefna, að uppdrættir að eld-
húsi og þvottáhúsi Landspítal-
ans liafa verið gerðir i samráði
við danska sérfræðinga, og um
gerð Borgarsjúkrahússins var
einnig leitað álits erlendra sér-
fræðinga.
Varðandi staðsetningu og
fyrirkomulag nýrra sjúkrahúsa-
bygginga mun ráðuneytið taka
til athugunar að leita um þau