Læknablaðið - 01.10.1965, Qupperneq 50
18
LÆKNABLAÐIÐ
frí meÖ fullum launum til fram-
haldsnáms hér á landi eða er-
lendis. Þetta ákvæði kemur
fyrst til framkvæmda tveimur
árum eftir gildistöku laganna,
og ráðherra er heimilt, ef nauð-
syn krefur, að takmarka fjölda
þeirra lækna, sem njóta slíkra
hlunninda á einu og sama ári.
g. Emhættis- (starfs-) aldur
héraðslæknis í sömu héruð-
um, sem um ræðir í 5. lið, skal
teljast fimm ár fyrir hver þrjú
ár, sem hann hefur gegnt hlut-
aðeigandi liéraði.
h. Heimilt skal samkvæmt
tillögu landlæknis, eflir því scm
nánar verður ákveðið í reglu-
gerð, að veita læknastúdentum
rikislán til náms gegn skuld-
bindingu um læknisþjónustu í
héraði að afloknu námi.
i. Stofna skal Bifreiðalána-
sjóð héraðslækna með í millj.
króna framlagi úr ríkissjóði.
6. Á þessu ári féll gerðar-
dómur í máli Högna Björnsson-
ar gegn Birni L. Jónssyni.
Dómkröfur í málinu voru
þessar:
Sóknaraðili, Högni Björns-
son, gerir þá kröfu, að dæmt
verði, að varnaraðili, Björn L.
Jónsson, liafi gerzt brotlegur við
2. mgr. 13. gr. og 14. gr. laga
Læknafélags Islands, 9. gr. Co-
dex Ethicus og Genfarheits
lækna, án nánari tilgreiningar,
Varnaraðili krefst sýknu.
Eftirfarandi eru dómsorð;
„Varnaraðili, Björn L. Jóns-
son, slcal vera sýkn af kæru
um hrot á lögum Læknafé-
lags Islands.
Varnaraðili hefur hins veg-
ar samkvæmt framanskráðu
ekki sýnt næga stéttvisi.“
7. Til minningar um Konráð
B. Konráðsson lækni hefur
Bjarni Konráðsson læknir gefið
félaginu mynd af nemendum
Læknaskólans í Beykjavik í des-
ember 1910. Er myndinni ætl-
aður staður í húsakynnum fé-
lagsins í Domus Medica. Með
þessari gjöf hefur Bjarni Kon-
ráðsson gefið gott fordæmi, og
kann stjórnin honum liinar
heztu þakkir fyrir.
Þau fjögur ár, sem núverandi
stjórn hefur farið með mál fé-
lagsins, hafa verið mjög við-
burðarík. Hið helzta, sem hef-
ur gerzt, er þetta:
1. I lögum nr. 55/1962 um
kjarasamninga opinherra
starfsmanna er svo ákveð-
ið, að í kjarasamningum
skuli kveðið á um föst laun,
vinnutíma og laun fyrir
yfirvinnu. Kjararáð B.S.
R.B. raðaði opinherum
starfsmönnum i 28 launa-
flokka, og í júlí 1963 kvað
Kjaradómur upp dóm um
þau atriði, sem ekki hafði
náðst samkomulag um við
ríkisstjórnina. Dómur
Kjaradóms kvað á um