Læknablaðið - 01.10.1965, Síða 52
20
LÆKNABLAÐIÐ
í hinum nýju tillögum um
Codex Etliicus eru strang-
ari fyrirmæli til lækna um
liegðun í starfi og í skipt-
um hver við annan.
9. Á tvö síðustu læknaþing
hafa verið boðnir erlendir
gestir til að flytja erindi.
Á læknaþinginu 1963 tal-
aði prófessor Sir George
Pickering frá Oxford-há-
skóla um menntun lækna-
stúdenta og prófessor
Eric Mekie frá Edinborgar-
háskóla um framhalds-
menntun almennra lækna.
Á ])essu þingi mun prófess-
or Richard Scott frá Edin-
borgarháskóla tala um
menntun læknastúdenta í
almennri læknisfræði.
10. Fulltrúar frá læknafélög-
um Norðurlanda sækja
þing L.l. að þessu sinni. Er
það í fyrsta sinn, sem slíkt
gerist.
11. Samkvæmt heimild frá
aðalfundi 1963 hafa fjórir
læknar setið fundi erlendis
á vegum L.l. Arinbjörn
Kolbeinsson sat fund WMA
í New York. Ólafur Bjarna-
son sat fund WMA í Ilel-
sinki, Ásmundur Brekkan
sat fund félags ungra, nor-
rænna lækna í Osló og Ósk-
ar Þórðarson sat stjórnar-
fund norrænu læknafélag-
anna i Stokkhólmi.
12. Námskeið hafa verið
haldin fyrir lækna, er
stunda almennar lækning-
ar. Voru þau allsæmilcga
sótt fyrstu þrjú árin. Voru
þátttakendur i þeim sam-
tals 22, og kom einn lækn-
ir á tvö þeirra. I fyrra var
námskeið auglýst með góð-
um fyrirvara og á venju-
legum tíma. tlr þessu nám-
skeiði varð ekki sökum
ónógrar þátttöku og þrátt
fyrir það, að nokkrir slað-
genglar voru til hoða á veg-
um Félags lækna við heil-
brigðisstofnanir.
Á þessu tímabili Iiafa orðið
miklar hreytingar á kjaramál-
um stéttarinnar, en auk þcss
hefur stjórnin unnið að menn-
ingarmálum með því að láta
endurskoða lög félagsins og
Codex Ethicus, með því að
gangast fvrir námskeiðum,
kveðja á læknaþing erlenda
ágætismenn til fyrirlestrahalds
um læknamennt og með því að
efla samstarf við erlend lækna-
félög. Stjórnin þakkar öllum
þeim mönnum, sem hafa lagt
til þessara mála.
Fram undan er ný kjarabar-
átta, sem búast má við að valdi
miklum átökum. Vonandi tekst
næstu stjórn að leiða stéttina
gegnum þá haráttu á þann hátt,
að virðing hennar megi i engu
skerðast.