Læknablaðið - 01.10.1965, Side 77
LÆKNABLAÐIÐ
41
röntgengreining áverkans þvi
harla mikilvæg.
Á. B.
Þáttur röntgenfrœði í greiningu
arteriopathia Takayasu („Pul-
seless disease“). (Role of Ra-
diology in Diagnosis of Taka-
yasu’s Arteriopathy). Gillan-
ders, L. A. & Strachan, R. W„
Aberdeen Clinical Radiology,
April 1965; XVI; 2; 119—129.
Japanski augnlæknirinn Taka-
yasu lýsir 1908 sérkennilegum
breytingum í sjónhimnuæðum
ungrar .stúlku og getur sér þá til,
að hér sé um einkenni frá út-
breiddari slagæðasjúkdómi að
ræða. Síðar kemur í ljós, að hann
hefur á réttu að standa. Þessi teg-
und csjónhimnusjúkdóms kemur
einungis fyrir, þegar fyrir eru
þrengsli í æðum þeim, er upptök
eiga frá ósæðaboga. Takayasu’s
arteriopathia hefur það síðan ver-
ið nefnt, er finnast þrengsli og
lokanir slagæða á þessu svæði,
þegar útilokuð hafa verið syfilis,
atheromatosis og hægfara aneurys-
ma disseccans. Sjúkdómurinn kem-
ur einkum fyrir hjá ungum kon-
um og stúlkum, en örsjaldan hjá
karlmönnum. Lengi framan af var
álitið, að breytingarnar væru stað-
bundnar í efri hluta ósæðar og
greinum hennar. Ýmsir hafa því
talið, að þessar æðabreytingar
væru bundnar við ákveðið tálkn-
bogasvæði og hagað nafngift eftir
því, er þeir nefna sjúkdóminn art-
ritis branchialis (Kosewski, 1958;
Edling o. fl„ 1961). Síðari athug-
anir virðast þó leiða í ljós, að hér
er um miklu útbreiddari æðasjúk-
dóm að ræða. Hir. margbrotna
sjúkdómsmynd, er fylgir honum,
en þar má nefna: hækkað sökk,
hita, hæmotysis og pleuritis, peri-
carditis, ulcus cruris og önnur
trophisk sár; enn fremur liðabólg-
ur og anæmia; bendir í þá átt, að
hér muni á ferðinni sjúkdómur
tilheyrandi collagenosunum. Alls
munu hafa verið birtar lýsingar
á rúmlega tvö hundruð sjúkling-
um, en hið nýja viðhorf til sjúk-
dómsins og bætt rannsóknatækni
munu vafalaust leiða í ljós, að
hann er ekki eins óalgengur og
talið hefur verið (Aths. Á. B.).
Höf. lýsa þremur sjúkl-
ingum með Takavasu’s sjúk-
dóm, og eru það konur á aldr-
inum 19—47 ára. Sjúkdóms-
mvndirnar eru mjög fjölbreyti-
legar, en allar höfðu þær lungna-
einkenni, er hentu til þrengsla
í lungnaæðum. Þeir ræða svo
uin þessa sjúklinga og sjúk-
dómsgreininguna i lieild. Enda
þótt efri hluti ósæðar og grein-
ar hennar þar séu algengustu
staðsetningar þessa sjúkdóms,
verður að líta á hann sem kerf-
issjúkdóm. Vefjabreytingarnar
í æðum er panarteritis með
linattfrumuíferð i öll lög æða-
veggjanna; algeng er svo sega-
myndun í þessar æðar. Fyrstu
stig sjúkdómsins bera keim af
lupus erythematosus dissemina-
tus. Oft eru á þessu stigi lítil
eða engin einkenni um truflun
á æðaslætti og því eðlilegt, að
læknum geti yfirsézt greiningin.
Hins vegar mun í allmörgum
tilfellum vera liægt að sýna
fram á breytingar í hrjósthluta
ósæðar á venjulegum röntgen-
myndum án skuggaefna, (en
teknum með réttri háspennu-