Læknablaðið - 01.10.1965, Page 81
LÆKNABLAÐIÐ
45
einkum þó, ef venjuleg meðferð
ber ekki tilætlaðan árangur.
Gagnlegt er að styðjast við nið-
urstöður pM-mælinga í slagæða-
blóði við ákvörðun á bicarbo-
natmagni því, sem gefa skal
hverju sinni.
Skammtarnir, sem gefa barf
af bicarbonati, fara eftir því,
hve acidösan er á háu stigi og
eftir bicarbonatmagni líkamans.
í framangreindum tilfellum
þurfti að gefa frá 176 til 312
milliequiv. af bicarbonati.
Þegar sýrustigsmælingum
verður ekki við komið, er mælt
með 90 milliequiv.skammti af
natríum bicarbonati (0.3 — M
upplausn) í æð, og því næst 41
milliequiv. á 15 lil 30 mínútna
fresti, þar til gréina má bata
hjá sjúklingum. Gildir þetta um
fullorðna. Greinarhöfundar
leggja áherzlu á, að varast beri
að beita meðferð þessari, nema
sjúkdómsgreiningin asthma
broncbiale sé ótvíræð, þvi að
hún kunni að hafa óheillavæn-
leg áhrif á sjúldinga með astb-
ma cardiale.
VoZ. 272, Nr. 24, 1965.
David G. Freiman, M.D., Joe
Suyemoto, M.D., and Stanford
Wessler, M.D., Boston:
Frequency of Pulmonary Throm-
boembolism in Man.
Höfundar skýra frá því, að
tilraunir á hundum iiendi lil
þess, að mjög vandlega vcrði
að rannsaka lungu við krufn-
ingu, ef leiða eigi í ljós tíðni
blóðtappa i lungum (emboli).
Með þetta í huga tókust þeir
á hendur að rannsaka lungu frá
61 krufningu (samfelld tilfelli
fullorðinna) við Beth Israel
Ilospital i Boston. Aldur sjúkl-
inga var frá 23 til 100 ára.
Meðalaldur 67 og % ár. Haldið
cr fram, að hér sé um að ræða
frambærilegt úrtak krufinna
við framangreindan spítala. Af
þeim krufnu voru 45% með
hjarta- og æðasjúkdóma og
21% mcð illkynja æxli. Ein-
ungis þrjú tilfelli af 39 með
thromboemboli voru greind
klíniskt. Rannsókn þessi leiddi
i Ijós allmiklu hærri tiðni Iilóð-
tappa í lungum en nútímarann-
sóknir á sambærilegum efniviði
liafa áður sýnt (10 til 30%).
Telja höfundar, að þessi nið-
urstaða verði skýrð með því,
að mjög nákvæma athugun
þurfi til að leiða í Ijós minni
háttar eftirstöðvar eftir blóð-
tappa í lungum, svo sem þeir
hafi lagt sig fram um að gera
í framangreindri rannsókn.
Jafnframt telja þeir, að raun-
veruleg tíðni blóðtappa í lung-
um kunni að vera enn þá liærri
en niðurslöður þessar benda til.
S. P. S.