Fréttatíminn - 05.08.2011, Page 8
Juice Presso er öflug og vönduð pressa sem
er jafnvíg á ávexti, grænmeti, hnetur og fræ.
Hæg pressun skilar ferskum og fullkomnum
safa - sætum mangó-morgundrykk, kjarngóðu
hveitagrasskoti eða jafnvel ilmandi möndlumjólk.
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
Mjólk úr
möndlum
Sá markahæsti með
lausan samning í haust
Samningur framherjans snjalla, Kristins Steindórssonar hjá
Breiðabliki, rennur út í haust. Hann langar að komast í atvinnu-
mennsku og segist ekki ætla að hugsa um nýjan samning fyrr
en í haust þegar tímabilinu lýkur.
Fótbolti Samningar leikmanna
É g ætla nú bara að klára þetta tímabil og setjast síðan niður og skoða málin í rólegheitum,“ segir Kristinn Steindórsson, framherji Breiðabliks og
markahæsti leikmaður Pepsideildar karla, í samtali við
Fréttatímann. Tveggja ára samningur Kristins, sem
hefur skorað níu mörk í þrettán leikjum ríkjandi Íslands-
meistara á þessu tímabili, rennur út 16. október næst-
komandi.
Spurður segir Kristinn að forráðamenn Breiðabliks
hafi lítið rætt um nýjan samning. „Það var sam-
komulag okkar á milli að geyma þetta á meðan
tímabilið væri í gangi,“ segir hann.
Og hugurinn stefnir til útlanda í atvinnu-
mennsku. „Það er klárlega það sem ég
stefni að. Það hafa einhver lið sýnt áhuga
en ekkert formlegt tilboð borist,“ segir
Kristinn. Spurður hvort hann hafi
áhuga á að spila með öðru liði á Íslandi
en Breiðabliki segist Kristinn lítið
spá í það. „Ég er frekar að reyna að
komast út. Ef það gengur ekki þá
sest ég niður með Breiðabliki. Ég
tel ólíklegt að ég spili fyrir annað
lið á Íslandi.“
Einar Kristján Jónsson,
formaður knatt-
spyrnudeildar
Breiðabliks, segir í
samtali við Frétta-
tímann að það sé að
sjálfsögðu kappsmál
fyrir félagið að semja við
Kristin. „Það hefur ekki náðst saman.
Hann bað um frest þar til eftir tímabilið
og við gáfum honum hann. Við von-
umst að sjálfsögðu til að ná sam-
komulagi við hann,“ segir Einar
Kristján.
Það var sam-
komulag okkar
á milli að geyma
þetta á meðan
tímabilið væri
í gangi.
Dýrara að vera
laus en á samningi
Einar Kristján segir það sína til-
finningu að Kristinn telji meiri líkur á
því að hann komist í atvinnumennsku ef
hann er með lausan samning. „Það er ekki rétt hjá
honum. Uppeldisbæturnar sem félög þurfa að greiða
eru mun hærri en þær upphæðir sem leikmenn hafa
verið seldir fyrir frá Íslandi á undanförnum árum. Þær eru
330 þúsund evrur þannig að leikmenn eru í raun verr settir.
Félögin hafa verið að semja af sér uppeldisbætur á undan-
förnum árum,“ segir Einar Kristján.
Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst eru upp-
eldisbæturnar hærri heldur en söluverð þeirra
leikmanna sem seldir hafa verið að undanförnu
til erlendra liða. Ekki er víst að leikmenn
eins og Alfreð Finnbogason, Hjörtur Logi Val-
garðsson, Jón Guðni Fjóluson og Elfar Freyr
Helgason væru orðnir atvinnumenn ef þeir
hefðu verið með lausa samninga.
Fiskisúpan klár á Dalvík
Búist er við um 30 þúsund gestum á Fiskidaginn mikla á morgun, laugar-
dag, en fjölskylduhátíðin er nú haldin í Dalvíkurbyggð í ellefta sinn, að
vanda fyrsta laugardag eftir verslunarmannahelgi, að því er fram kemur
á síðu Fiskidagsins mikla. Fiskverkendur og fleiri í byggðarlaginu bjóða,
með hjálp styrktaraðila,
landsmönnum öllum
upp á fiskrétti milli
kl. 11 og 17. Markmið
hátíðarinnar er að fólk
komi saman, skemmti
sér og borði fisk.
Matseðillinn breytist ár
frá ári en ávallt er boðið
upp á ákveðna vinsæla
rétti. Fólk byrjaði að
safnast saman á Dalvík snemma vikunnar. Kvöldið fyrir Fiskidaginn mikla,
þ.e. í kvöld, föstudag, bjóða íbúar byggðarlagsins gestum og gangandi upp
á fiskisúpu í heimahúsum og görðum. - jh
Prjónaferðir
til Vestfjarða
Mikill áhugi er nú á íslenskri prjónalist og hefur
hann stóraukist eftir hrun. Nýjungar í þeirri list
eru í bígerð, m.a. prjónaferðir til Vestfjarða.
Ragnheiður Eiríksdóttir, prjónahönnuður og
framkvæmdastjóri Knitting Iceland, hefur ákveðið
að skipuleggja prjónaferðir þangað, að því er fram
kemur á vef Bæjarins besta á Ísafirði. Ragnheiður
var á ferð á Ísafirði undir lok síðasta mánaðar
ásamt bandaríska prjónahönnuðinum Stephen
West, en ferðin var hluti af námskeiði þeirra.
Stephen, sem er 22 ára, er frægur innan sinnar
greinar og þykir undrabarn í hönnun sjala. Að
sögn Ragnheiðar varð Stephen heillaður af landi
og þjóð og er þegar farinn að huga að næstu ferð
til Íslands og um Vestfirði. Ragnheiður hugar að
fleiri prjónaferðum fyrir erlenda gesti. -jh
Kristinn Steindórsson
er með lausan samning
frá Breiðabliki í haust.
Ljósmynd/Hari
8 fréttir Helgin 5.-7. ágúst 2011