Fréttatíminn - 05.08.2011, Page 44
Þýska
blaðakonan
Andrea
Walter hefur
skrifað bók
um ferðir
sínar og
upplifun af
Íslandi. Hún
segir landið
uppfullt af
skemmti-
legum
tilviljunum
og skapandi
fólki sem
deyr ekki
ráðalaust
þótt á móti
blási.
SV
Æ
Ð
I
B I Ð
bækur Ferðahandbók um Ísland kemur út Í Þýskalandi Í haust
Rakst á Vigdísi Finnboga
og sat fyrir Jóni Gnarr
É g kom hingað í fyrsta sinn 2003 og fannst Ísland algjör paradís,“ segir þýska blaðakonan Andrea Walter en
hún var að skrifa bók um Ísland, Wo Elfen
noch helfen: Warum man Island einfach
lieben muss (Þar sem álfarnir hjálpa enn:
Ástæður þess að maður verður einfaldlega
að elska Ísland). „Ég fíla húmorinn, viðhorf
fólks og frasann „þetta reddast“. Ég kom svo
aftur 2011 og var skíthrædd um að landið
hefði breyst eftir hrunið,“ segir Andrea sem
róaðist eftir að hafa tekið viðtöl við fólk.
„Ég komst að því að Íslendingar eru ennþá
skapandi og duglegir að upphugsa sniðugar
lausnir. Eins og til dæmis Ólafur Eggerts-
son bóndi sem missti næstum býlið sitt
þegar gosið varð í Eyjafjallajökli en opnaði
í staðinn lítið safn sem fjallaði um gosið.“
Andrea tók viðtöl við fjöldann allan af Ís-
lendingum.
„Ég sendi inn formlega fyrirspurn til
margra en fékk engin viðbrögð frá Vigdísi
Finnbogadóttur og Jóni Gnarr því þau
voru svo upptekin. Það gerast ótrúlegar til-
viljanir á Íslandi og því fannst mér það mjög
íslenskt að ég rakst á Vigdísi á listaverkaup-
pboði og þannig fékk ég viðtalið við hana.
Hún var mjög sjarmerandi og gaman að
spjalla við hana um menninguna á Íslandi.
Svo settist ég bara niður í ráðhúsinu og
rakst á Einar Örn Benediktsson og sagði
honum að mig langaði að tala við Jón Gnarr.
Svo fórum við bara á kaffihús og ég fékk að
taka viðtal við Jón.“ Andrea segir að margt
sé ólíkt með Íslendingum og Þjóðverjum.
„Mér finnst merkilegt að listamennirnir hafi
náð völdum í borginni því grínframboðin
hafa aldrei náð meirihluta í Þýskalandi. Ég
upplifði að Jón tæki starf sitt mjög alvarlega.
Hann vill koma á breytingum, styrkja sjálfs-
traust fólks, taka erfiðar ákvarðanir ef á
þarf að halda, gera stjórnmálin mannlegri
og berjast gegn reiði og árásargirni með
því að fá fólk til að hlæja. Hann setur því
grínið inn í stjórnmálin og mér finnst það
frábær hugmynd.“ Að sögn Andreu er bókin
hennar persónuleg ferðahandbók sem fjallar
um Ísland í víðu samhengi. „Ég set líka inn
ýmsar staðreyndir eins og að Íslendingar
elska að rekja fjölskylduna langt aftur í
ættir gegnum Íslendingabók, að símaskráin
sé flokkuð eftir skírnarnafni og að blöðin
birti minningargreinar um fólk þegar það
deyr og tilkynni um hvaða Íslendingar eiga
afmæli í hverri viku.“
Bára Lind heitir stúlkan Stúlkan sem leikur í Heimsendi Ragnars Bragasonar
heitir Bára Lind Þórarinsdóttir en ekki Bára Lind Þórhallsdóttir eins og sagt var í blaðinu.
Andrea Walter er þýsk blaðakona sem féll
fyrir íslenskri þjóð og hefur skrifað ferða-
handbók um upplifun sína af landinu. Bókin
verður kynnt á bókamessunni í Frankfurt í
október. Ljósmyndari/Katja Velmans
„Fyrirmynd okkar í þessu
er Groupon.com en það er
það fyrirtæki sem hefur
vaxið hraðast af öllum fyrir-
tækjum í heiminum undan-
farið, hraðar en Facebook
og Microsoft svo að eitt-
hvað sé nefnt,“ segir Kitty
Johansen sem opnaði
fyrirtækið WinWin ásamt
eiginmanni sínum, Ágústi
Reyni Þorsteinssyni, við
hátíðlega athöfn í Nauthól
Bistró í gær. „Fyrirtækið
snýst um að bjóða upp á
lúxusvörur frá flottum fyr-
irtækjum á ótrúlegu verði.
Þetta hefur verið algjör
sprengja í heiminum en
þótt við styðjumst við mód-
elið Groupon.com breytum
við aðeins áherslum og
aðlögum okkur að íslenska
markaðnum.“
WinWin býður upp á
utanlandsferðir á vegum
innlendra og erlendra
ferðaskrifstofa, svo að eitt-
hvað sé nefnt. „Við verðum
líka með atburði eins og
tónleika hérlendis sem og
erlendis og bjóðum upp á ís-
lenska hönnun í skartgrip-
um og fatnaði. „Við bjóðum
líka upp á nudd, snyrtingu,
líkamsrækt og allt sem við
kemur góðri heilsu og mat
en við vöndum mjög valið á
fyrirtækjum sem verða inni
á síðunni hjá okkur.“
Lúxus-
vörur á
frábæru
verði
Kitty Johansen og Ágúst
Reynir Þorsteinsson
opnuðu fyrirtæki sitt,
WinWin, í gær. Kitty segir
módelið sem fyrirtækið
byggist á hafa valdið
algjörri sprengingu.
Kitty Johan-
sen er annar
eigenda
WinWin, sem
býður upp á
lúxusvörur á
góðu verði.
viðskipti Fyrirtæki sem einblÍnir á konur
44 dægurmál Helgin 5.-7. ágúst 2011