Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1967, Side 20

Læknablaðið - 01.12.1967, Side 20
226 LÆKNABLAÐIÐ stefndi. Kristni Stefánssyni var þó fjarri skapi að æðrast. Hann ræddi þannig tæpitungulaust um dauða sinn og þau áhugamál, er hann vildi láta fram halda að sér látnum. Kristinn Stefánsson lauk læknanámi við Háskóla íslands ár- ið 1932. Ári síðar hélt hann utan og hóf nám og rannsóknastörf í lyfjafræði í Danmörku og Þýzkalandi og einnig að nokkru leyti í Englandi. 1 Kaupmannahöfn starfaði hann undir handleiðslu prófessors Bocks og í samvinnu við Moller, sem síðan var lengi prófessor í lyfjafræði við Kaupmannahafnarháskóla og þekktur er af kennslubók sinni. I Miinchen starfaði hann með prófessor Straub, en hann var einn allra þekktasti lyfjafræðingur í Evrópu á árunum milli heimsstyrjalda. Á báðum þessum stöðum átti hann þátt í vísindalegum ritgerðum, ýmist einn eða með öðrum. er vitna um mikla hæfileika til vísindastarfa og leikni við tilrauna- starfsemi. Kristni var boðið að ílendast erlendis, en hann kaus að fara heim. Hann var því næst skipaður aukakennari í lyfjafræði við læknadeild Háskóla Islands frá 1. október 1937 að telja. Hafði hann síðan kennslu í lyfjafræði með höndum við deildina óslitið til dauðadags, ef undan er skilin dvöl við frekara nám og rann- sóknir í Miinchen árin 1938—1939. Árið 1957 var hann skipað- ur prófessor. Prófessor Kristinn var mjög vel menntaður í sinni grein og fylgdist jafnan með og kynnti sér nýjungar, er fram komu. Hann lagði mikla alúð við kennsluna og hefur vafalaust gefið fjölda- mörgum læknanemum gott vegarnesti fram á braut. Hin síðari ár kvartaði Kristinn þó eigi sjaldan undan því, að kennslan þreytti hann, en svo mun flestum fara, sem lengi kenna og í mörg horn verða að líta. Atvikin höguðu því svo, að verulegur hluti hinna miklu starfskrafta prófessors Kristins nýttist á nokkuð öðru sviði en því, er hann hafði einkum aflað sér sérþekkingar á. Er hér átt við Lyfjaverzlun ríkisins, er hann að heita má skóp úr engu með hjálp góðra aðstoðarmanna. Lyfjaverzlun ríkisins varð undir handleiðslu prófessors Kristins að þjóðþrifafyrirtæki, sem verið hefur ómissandi hlekk- ur í heilbrigðisþjónustu landsmanna um margra ára skeið. Segja má, að Lyfjaverzlunin væri óskabarn Kristins, enda var honum

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.