Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1967, Side 25

Læknablaðið - 01.12.1967, Side 25
LÆKNABLAÐIÐ 229 Ólafur Jensson, Björn Júlíusson, Víkingur Arnórsson og Baldur Johnsen: Galli í D-litningahópi (13—15) (Trisomy and Translocation of the D (13—15) Group of Chromosomes). * Eðlileg líkamsfruma hefur 22 pör af líkamslitningum (auto- somes) og tvo kynlitninga, alls 46 litninga. Sú tegund litninga- galla, þar sem um er að ræða heilan aukalíkamslitning í hverri líkamsfrumu, þ. e. 47 litninga, nefnist trisomi, — litningaþrenn- ing. 1 stað tveggja líkamslitninga, sem mynda par, finnast þrír litningar af sömu stærð og lögun. Þar sem líkamslitningapörin eru 22, eru fræðilegir möguleikar á ýmsum tegundum litninga- þrenningar jafnmargir. Sama gildir um fræðilega möguleika á, að einn líkamslitning vanti monosomi, verða þá 45 litningar í hverri líkamsfrumu. Aðeins fáar tegundir litningagalla í þessum flokkum (þ. e. trisomi og monosomi líkamslitninga) hafa þó verið greindir hjá lifandi fæddum einstaklingum. Ein þeirra er þó lærðum og leik- um kunnari en allar aðrar tegundir litningagalla, en það er litn- ingaþrenning „Downssyndroms" — eða mongolismi. Það sjúk- dómsástand á í langflestum sjúkdómstilfellum rætur að rekja til aukalitnings, sem að stærð og gerð svarar til líkamslitningapars nr. 21. Það er sú tegund litningagalla, sem eykst að tíðni með auknum aldri móður; Smith, D. W. (1964).7 Annað dæmi um litningagalla í þessum flokki er þrenning, sem svarar til líkamslitningapars nr. 17 og var fyrst lýst af Ed- wards og fleirum (1960).2 Sjúkdómsmynd sú, sem tengd er þess- um litningagalla, er allsérkennandi. Fleiri litningaþrenningum hefur verið lýst, þar á meðal í D-litningahópi, sem sennilegt þykir, að liggi til grundvallar þeirri sjúkdómsmynd, sem fram kom hjá barninu, sem lýst verður hér á eftir. Galla af þessu tagi var fyrst lýst af Patau og fleirum * Frá Barnaspítala Hringsins, Landspítalanum. Yfirlæknir: Krist- björn Tryggvason.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.