Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1967, Side 39

Læknablaðið - 01.12.1967, Side 39
LÆKNABLAÐIÐ 239 LÆKNABLAÐIÐ 53. árg. Desember 1967 FELAGSPRENTSMIÐIAN H F. ENDURSKIPULAGNENG HEILBREGÐISSTJÓRNAR - HEILBRKGÐISMÁLA- STOFNUN Athyglisverð er sú tillaga, er fram kom á nýlokinni ráð- stefnu um heilbrigðismál, að stofna bæri heilbrigðismálaráð, er vera skyldi landlækni til ráðuneytis. Raunar felur slík tillaga í sér, að landlæknisemb- ætti verði breytt í heilbrigðis- málastofnun (sbr. efnahags- stofnun), þar sem mótuð verði stefna landsmanna í heilbrigð- ismálum á breiðum grundvelli undir forsæti landlæknis. Hugsanlegt er að efla emb- ætti landlæknis þann veg frem- ur en stofna til sérstaks heil- brigðismálaráðuneytis, enda skortir heilbrigðisstjórnina miklu fremur sérfræðinga í heil- brigðismálum en lögfræðinga. Við heilbrigðismálastofnun- ina ætti að starfa auk landlækn- is að minnsta kosti einn yfir- læknir, sem hefði yfirumsjón og eftirlit með rekstri spítala, svo og umsjón með störfum embættislækna. Vel kæmi til álita, að slíkur maður hefði til að bera staðgóða grundvallar- menntun í heilbrigðisfræði auk sérstakrar menntunar, er varð- aði spítalarekstur. 1 þessu sam- bandi má á það minna, að tóm- læti íslenzkra lækna gagnvart heilbrigðisfræði hefur verið mjög mikið. Þannig mun nú eng- inn ungur læknir leggja fyrir sig heilbrigðisfræði til fram- haldsnáms. Við heilbrigðismálastofnun- ina starfaði að sjálfsögðu yfir- lyfjafræðingur, er fjallaði um lyfsölumál og hefði eftirlit með lyfjabúðum og lyfjagerðum. Einnig kæmi mjög til álita, að tryggingayfirlæknir starfaði við heilbrigðismálastofnunina. Þá þyrfti stofnunin að hafa skrif- stofustjóra, er stýrði skrifstofu- liði og væri tengslamaður stofn- unarinnar við ráðuneytisstjór- ann í dóms- og kirkjumáiaráðu- neytinu. Eðlilegt væri, að einn- ig þessi maður hefði yfirum- sjón með skrifstofurekstri ríkis- spítalanna. 1 heilbrigðismálaráði mætti hugsa sér, að sæti ættu fjórir læknar auk landlæknis; einn væri tilnefndur af hálfu lækna- deildar Háskólans, annar af hálfu læknaráðs, þriðji af hálfu Læknafélags Islands og hinn fjórði væri starfandi yfirlækn- ir við heilbrigðismálastofnun- ina. Að auki ættu sæti í ráðinu yfirdýralæknir, fulltrúar hjúkr- unarkvenna, tannlækna og

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.