Læknablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ
243
Hrafnkell Helgason:
ATHUGANIR Á STARFSEMI
LUNGNANNA
Öllum má ljóst vera mikilvægi þess að vita eitthvað um starf-
semi einstakra líffæra, bæði heilbrigðra og sjúkra. Lungnalíf-
eðlisfræði hefur m. a. það hlutverk að mæla og meta starfsgetu
(funktion) lungnanna. Hafa ber í huga, að hér er eingöngu mælcl
starfsgeta, en sjaldan hægt að greina ákveðna sjúkdóma eða benda
á orsakir þeirra. Rannsóknaraðferðir, sem notaðar eru við lungna-
lífeðlisfræði, geta skorið úr um, hvort fyrir hendi sé sjúkdómur,
er hafi áhrif á starfsemi lungnanna, og hversu alvarlegum trufl-
unum sá sjúkdómur kunni að hafa valdið.
Lungnalífeðlisfræði kemur ekki í stað klínískrar sjúkdóms-
greiningar, en nútímameðferð og greining lungnasjúkdóma er
óhugsandi án hjálpar hennar. Hliðstætt starfrænum rannsókn-
um á öðrum líffærum, t. d. hæmoglobin við blóðsjúkdóma og
serum kreatinin við nýrnasjúkdóma, er nauðsynlegt að vita eitt-
hvað um starfsemi lungnanna við lungnasjúkdóma.
Hér verður getið algengustu rannsóknaraðferða, er notaðar
eru á lungnalífeðlisfræðideild. Ymsum aðferðum, sem sjaldan er
beitt eða eru eingöngu notaðar við vísindalegar athuganir, er ekki
lýst, eða aðeins lauslega á þær minnzt. Notuð verða hugtök og
skammstafanir, er samþykkt hafa verið á alþjóðaþingum lungna-
lífeðlisfræðinga (sbr. Thorax 1957:92:290 og Pappenheimer,
J. et al.: Standardization of definitions and symbols in respir-
atory physiology, Fed. Proc. 9:602—605, 1950).
Ventilatio
Hlutverk lungnanna er að sjá blóðinu fyrir súrefni og losa
það við kolsýru, er myndast við efnaskipti likamans. Lungna-
starfsemin hefur og úrslitaþýðingu fyrir sýrulútarjafnvægi lík-
amans, þau útskilja nálega 13.000 m. Eqv. af sýru á sólarhring,
en nýrun losa okkur aðeins við 40—80 m. Eqv. á sama tíma.
Loft þarf að komast niður í blöðrur (alveoli) lungnanna
(ventilatio), blóð þarf að komast til háræða lungnanna (circulatio)
og loftskipti þurfa að fara fram milli lungnablaðra og háræða
(diffusio). Súrefnisþörfin í hvíld er um 0,25 1/mín. og getur við