Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1967, Síða 44

Læknablaðið - 01.12.1967, Síða 44
244 LÆKNABLAÐIÐ áreynslu aukizt í 3—4 1 á mínútu. Ventilatio á mínútu er um 7—8 1 í hvíld, við áreynslu 80—100 1. Hraustur maður getur með því að einbeita sér aukið ventilatio í 140 1/mín., en aðeins í stuttan tíma. 1 fleiðruholi er undirþrýstingur um —5 cm H20 borið sam- an við loftþrýsting. Undirþrýstingurinn stafar af „elasticiteti“ lungna og brjósthols. Hækki þrýstingur utan lungnanna, leitast þau við að dragast saman, svo sem sjá má, ef brjósthol er opnað. „Elasticitet“ brjósthols hefur gagnstæða verkun og leitast við að þenja út lungun. Það er samspil þessara afla, sem veldur und- irþrýstingi í fleiðruholi, annar togar inn á við, hinn út á við. En lungun hafa annan mikilvægan eiginleika. Rúmmál (volume) þeirra breytist eftir þeim þrýstingi, er ríkir í fleiðruholi. Þessi eiginleiki nefnist þanþol (compliance) lungnanna. „Elastieiteti“ mætti líkja við stálfjöður, sem með miklu afli reynir að ná upp- runalegri mynd. Þanþol hefur eiginleika gúmmíbands, þ. e. a. s. hefur mikinn teygjanleika við lítið tog. Þanþol lungnanna má mæla við hæga öndun með því að at- huga þrýsting í fleiðruholi og jafnframt rúmmálsbreytingar lungnanna. Auðveldast er að mæla þrýstinginn í vélinda, en liann er hinn sami og í fleiðruholi og breytist á sama hátt við öndun. Rúmmálsbreytingar lungnanna eru mældar með spirometer. Við hæga öndun hjá heilbrigðum manni lækkar þrýstingurinn í fleiðruholi um 5 cm H20 við hvern lítra innandaðs lofts. Þanþol lungnanna verður því 1 lítri /5 cm HoO eða 0,2 1 /cm H20. Við innöndun víkkar brjóstholið, þrýstingurinn utan lungn- anna lækkar niður í —6—10 cm HL>0. Þanþol lungnanna veldur útþenslu þeirra, blöðrur lungnanna víkka og loftþrýstingurinn þar lækkar, en þar eð loft streymir þangað, sem þrýstingur er lægri, fyllast lungun af lofti. Þessi þrýstingslækkun í brjóstholi auðveldar blóðinu að streyma til hægra hjartaforhólfs. „Elasti- citet“ lungna og brjóstveggjar minnkar með aldrinum, og lung- un hjá eldra fólki verða útþanin, en þanþol þeirra eykst senni- lega, a. m. k. þurfa lungu í eldra fólki minni þrýstingssveiflur í fleiðruholi til að ná sömu rúmmálsbreytingum. Þetta var áður nefnt emphysema, en það er rangnefni; hér er ekki um að ræða neina eyðingu á lungnavef, heldur aðeins ofþenslu (hyperinflatio). Öndunarvöðvarnir þurfa ekki aðeins að yfirvinna 'hina „elastisku“ mótstöðu lungna og brjóstveggjar, heldur einnig þá mótstöðu, er myndast í öndunarvegunum gegn loftstreyminu. Þessi mótstaða er við hæga öndun um 2 cm HL,0/lítra/sek. önd-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.