Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1967, Side 68

Læknablaðið - 01.12.1967, Side 68
260 LÆKNABLAÐIÐ Safnið mun fyrst um sinn verða opið kl. 13—17 alla virka daga nema laugardaga. Þá hefur stjórn Domus Medica ákveðið, að á þeim tíma, sem bókasafnið er ekki í notkun, verði lesstofan frjáls til afnota fyr- ir félagsstarfsemi lækna, svo sem nefndarfundi, fundi í sérgreina- félögum og aðra smærri fundi. Semja ber við framkvæmdastjóra hússins um afnot af les- stofunni og ef unnt er með nokkrum fyrirvara. Veitingar eru fáanlegar, ef þess er óskað. Gestir eru beðnir að ganga vel um húsnæðið. Bókasafnsnefnd Domus Medica sendi formönnum sérgreina- félaganna bréf í ágúst síðastliðnum, þar sem þess var farið á leit við sérfélög innan Læknafélags Reykjavíkur, að þau legöu safninu til nokkur valin rit, sem gefin eru út í viðkomandi grein læknisfræðinnar. Svar hefur því miður ekki borizt frá nokkrum félaganna, og eru forráðamenn þeirra góðfúslega beðnir að láta vita við fyrsta tækifæri, hvort þeir vilja sinna þessu nýmæli. Einstaklingar, sem kynnu að vilja gefa safninu tímarit eða uppsláttarrit eða leggja því lið á annan hátt, eru og vinsamlega hvattir til að gefa sig fram við undirritaðan. Æskilegt er, að safnið geti sem fyrst komið að tilætluðum notum, en það er undir velvilja og skilningi lælmanna sjálfra komið. Guftmundur Björnsson. fílT SENfí EÆKNAfíEAÐINU Eftirfarandi rit hafa borizt blaðinu: A Cinical Survey of Parkinsonism in Iceland eftir Kjartan E. Guðmundsson, ssm birtist í Acta Neurologica Scandinavica, Supple- mentum 33, Volume 43, 1967. Enn fremur eftir sama höfund: Cerebral Palsy in Iceland, sem birtist í Acta Neurologica Scandinavica, Supple- mentum 34, Volume 43, 1967. Þá hefur blaðinu borizt Acta Pharmacologica et Toxicologica, Vol. 25, pag. 483—484, með minningargrein um prófessor Kristin Stefáns- son eftir Þorkel Jóhannesson. Blaðið sendir höfundum beztu þakkir.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.