Læknablaðið - 01.12.1968, Qupperneq 38
256
LÆKNABL AÐIÐ
3. Tapio Elivila frá AKAVA í Helsinki,
4. Sigfús Gunnlaugsson frá Bandalagi háskólamanna í Reykjavík.
Fyrirlesarar voru 11 talsins, bæði prófessorar frá háskólunum í
Svíþjóð, sem fluttu fræðsluerindi, og embættismenn SACO, sem skýrðu
frá starfsemi bandalagsins og þeim málum, sem efst voru á baugi
meðal háskólamanna í Svíþjóð.
Fyrsta daginn voru haldnir fyrirlestrar um hagfræðileg efni, og
að þeim loknum var þátttakendum skipt niður í umræðuhópa, þar sem
tekin voru til meðferðar ýmis þau vandamál, er ræðumenn höfðu fjall-
að um. Síðan skilaði hver hópur áliti, og fyrirlesarar gagnrýndu niður-
stöður hópanna eftir því, sem við átti.
Annan daginn, þriðjudaginn 22. ágúst, var fjallað um tölfræði,
hugtök og aðferðir, um þróun vinnumarkaðarins og skipulagsmál hans,
fagfélög og starfsemi þeirra. Einnig gerði framkvædastjóri SACO grein
fyrir uppbyggingu bandalagsins og þeim verkefnum, sem fram undan
væru.
Síðast á dagskrá þennan dag var ávarp frá systursamtökum, þ. e.
gestirnir skýrðu frá starfsemi bandalags háskólamanna, hver í sínu
landi, og svöruðu fyrirspurnum. Ég skýrði m. a. frá þeim samningum,
sem læknasamtökin gerðu við riki og Reykjavíkurborg í júní 1966.
Miðvikudaginn 23. ágúst var nær einungis fjallað um viðfangs-
efni SACO, kjaramál háskólaborgara og skipulagsmál þeirra, og voru
þá mættir allir helztu embættismenn SACO til að flytja erindi og svara
fyrirspurnum um bandalagið. Um kvöldið voru svo hópumræður með
svipuðu sniði og áður.
Fimmtudaginn 24. ágúst voru haldnir fyrirlestrar um gerð kjara-
samninga og undirbúning þeirra, cg síðdegis þann dag var settur á
svið sjónleikur um samninga milli cpinberra aðila og fulltrúa SACO,
þar sem teknar voru til meðferðar kröfur opinbers starfsmanns vegna
ferðakostnaðar og dagpeninga og málið flutt af hálfu samningadeildar
viðkomandi fagfélags.
Föstudaginn 25. ágúst var fjallað um áróðurs- og upplýsingastarf-
semi, og einnig var þá á dagskrá liður, sem nefndist: „SACO’S kansli
svarar pá frágor och diskuterar allt med alla“, og urðu þar allfjörug
orðaskipti. Að kvöldi var svo haldið kveðjuhóf, sem stóð fram eftir
nóttu.
Að morgni laugardags fóru svo fram slit ráðstefnunnar, og var þá
farið yfir einstaka liði hennar og leitað eftir gagnrýni þátttakenda.
Enda þótt erindi þau, sem flutt voru á ráðstefnunni, hafi að veru-
legu leyti verið sniðin fyrir hina sænsku þátttakendur og einkum fjall-
að um hlutverk og skipulag SACO, tel ég, að fróðlegt hafi verið að
sækja þing þetta, og vorum við gestirnir sammála um, að það hafi
verið til mikils gagns fyrir okkur að eiga þess kost að sitja það.
Sigfús Gunnlaugsson.“
Þá hefur L.í. borizt fyrirspurn frá BHM um tekjur lækna. Bréfi
þessu var svarað munnlega af framkvæmdastjóra, en eins og kunnugt