Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1968, Side 40

Læknablaðið - 01.12.1968, Side 40
258 LÆKNABLAÐIÐ SG/IB. 22. febrúar ’68. Hr. læknir Daníel Daníelsson, Hultenheimsvagen 12, Oskarshamn, Sverige. Vegna fyrirspurna þinna í bréfi dagsettu 30/8 ’67 vill stjórn L.í. taka fram eftirfarandi: 1. Föst laun. Æskilegt væri að fara eftir eyktasamningi þeim, sem gerður var milli L.R. og Stjórnarnefndar ríkisspítalanna fyrst vorið 1966. Líta ber á þann samning sem lágmarkssamning, en stjórn L.í. hefur ekkert við það að athuga, þótt samið verði um hærri greiðslur en þær, sem í þeim samningi koma fram. Þar sem þú hefur ekki sérfræðiviðurkenningu, myndir þú fara í ein- hvern launastiga (1.—5.) skv. mati starísmatsnefndar L.í. Að auki leggjum við til, að samið verði um 25% administrations tillegg, þar sem greiðslur, sem gefnar eru upp í 1. grein samn- ings, innifela ekki í sér neitt fyrir administration. 2. Þér og sjúkrahússstjórninni er heimilt að semja um hvaða eyktafjölda á viku, sem ykkur þykir henta. Stjórn L.í. þykir að vísu líklegt, að hér sé um svo mikið og tímafrekt starf að ræða, að semja eigi um fullan vinnutíma, eins og samningurinn gerir ráð fyrir. Greiðsla kæmi hins vegar fyrir 15 eyktir, og tekur þú þá á þig þá áhættu, að vinnutími geti orðið allt að 50 tímum á viku skv. síðustu málsgr. 1. greinar. Stjórn L.í. viður- kennir fúslega, að hún hefði kosið, að þessi yfirvinnu-áhættu- kafli væri ekki fyrir hendi og að laun þau, sem uppgefin eru fyrir 15 eyktir, væru greidd fyrir 12 eyktir og aðrar tölur fyrir færri eyktir hækkuðu að sama skapi. Við teljum það því kost, ef í þínu tilfelli reyndist unnt að breyta samningunum í sam- ræmi við þetta. Það væri strax betra að fækka áhættustundun- um (sem nú eru 16 á viku), ef ekki reynist unnt að afmá þær alveg. 3.—6. Varðandi þessi atriði vísast til áðurnefnds samnings, en hann tekur fram um öll þessi atriði. Samningurinn fjallar ekki um nein fríðindi, en þér er að sjálf- sögðu heimilt að semja um fríðindi utan þessa samnings. Stjórn L.í. leggur fremur gegn því, að eitthvert þeirra atriða, sem samningurinn tekur til, verði greitt með einhverjum fríð- indum, sem oft er erfitt að meta réttilega til fjár. Bílastyrkur er enginn, en þér og sjúkrahússtjórninni er að sjálf- sögðu heimilt að semja um hann. Klinik. Samningurinn nær til starfa læknisins fyrir sjúkrahúsið. Klinikstörf læknisins, þ. e. við utanspítalasjúklinga, ná því ekki til hans að öðru leyti en því, hverjar takmarkanir samningurinn setur á störf utan spítala, sbr. 7. grein. Ef þú hyggst starfa mikið við utanspítalasjúklinga, sem stjórn L.R. viðurkenndi óæskilegt, þegar takmarkanir á praxís voru samþykktar, vildum við leggja til, að um aðstöðuna yrði samið alveg sérstaklega.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.