Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1968, Side 42

Læknablaðið - 01.12.1968, Side 42
260 LÆKNABLAÐIÐ Lœknisþjónusta fyrir síldarsjómenn. Athugasemdir frá Lœknafélagi íslands. Að undanfömu hafa orðið allmikil blaðaskrif um læknisiþjónustu fyrir síldarsjómenn á fjarlægum miðum, og nú fyrir skömmu var málið rætt í ríkisútvarpinu í þættinum „Um daginn og veginn“. í umræðum þessum hefur komið fram, að stofnuð hafi verið staða læknis, sem ætlað er að þjóna síldarflotanum á fjarlægum miðum. Gefið hefur verið í skyn, að mál þetta hafi verið undirbúið, laun ákveðin og staðan aug- lýst, en enginn læknir sótt um hana. Hefur læknastéttin, og raujiar helzt ungir læknar, orðið fyrir harðri gagnrýni fyrir skort á þegnskap í sambandi við þetta mál, og því hefur verið haldið fram, án frekari skýringa, að læknar hafi verið ófáanlegir að taka að sér starf þetta. í þessu sambandi vill stjórn L.í. taka fram eftirfarandi: a) Með lögum nr. 13, 1967, var ríkisstjórninni gefin heimild til þess að ráða lækni vegna síldarflotans á fjarlægum miðum. b) Starf þetta mun aldrei hafa verið auglýst. c) Okkur er ókunnugt um, að ráðstafanir hafi verið gerðar til þess að skapa viðunandi starfsaðstöðu fyrir væntanlegan lækni. d) Ekki er okkur kunnugt um, að nokkrum lækni hafi formlega staðið til boða að takast þetta starf á hendur, og því enginn haft raunhæft tækifæri til þess að þiggja það eða synja því. e) Frumvarp að lögum þeim, er áður getur (nr. 13, 1967), var aldrei borið undir Læknafélag íslands né heldur verið haft samráð við L.í. um framkvæmd laganna. Tími til undirbúnings þessa læknisstarfs hefur verið skammur, enda mun undirbún- ingsskortur vera svo alger, að heilbrigðisstjórn mun eigi hafa treyst sér til þess að auglýsa starfið. Augljóst er, að þeir, sem hafa fjallað um lagasetninguna og rætt málið í blöðum og útvarpi, hafa ekki gert sér ljóst, að hér er um þann- ig starf að ræða, að til þess þarf að ráða lækni með mun meiri starfs- reynslu og þekkingu, einkum í skurðlækningum, en hægt er að ætlast til af nýútskrifuðum læknum, hvað þá læknanemum. Starfsaðbúnaður verður að vera þannig, að eigi sé teflt á óþarfa hættu þótt gera þurfi læknisaðgerðir í sambandi við slys eða bráðá sjúkdóma,- auk þess þarf nauðsynleg hjúkrun og eftirmeðferð að vera tryggð. Það er því að áliti stjórnar L.í. næsta gagnslítið að senda lækni til síldarflotans, nema honum sé búin viðunandi starfsaðstaða og séð fyrir nauðsynlegustu aðstoð. Reykjavík, 13. september 1967. Stjórn Læknafélags íslands. Skömmu síðar voru fulltrúar L.í. kallaðir á fund í dómsmálaráðu- neytinu ásamt fulltrúum útgerðarinnar og vandamál sjómanna varð- andi læknishjálp rædd þar. Þetta mál var síðan rætt allýtarlega á ýmsum stjórnarfundum og samln um það eftirfarandi greinargerð: í ntvarpsþættinum „Um daginn og veginn“ mánudaginn 11. sept. ræddi Valdimar Jóhannesson, blaðamaður við dagbl. Vísi, um lækna- skort síldveiðiflotans á fjarlægum miðum, og var þar nokkuð veitzt að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.