Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1968, Page 49

Læknablaðið - 01.12.1968, Page 49
LÆKNABLAÐIÐ 265 að taka upp tímabundnar ráðningar í ýmis störf hjá ríkinu í stað ævi- langra veitinga, eins og nú tíðkast. Virðingarfyllst, F. h. stjórnar Læknafélags íslands, Friðrik Sveinsson, ritari. 10. Dcjmus Medica Allmikið hefur verið rætt um fjármál Domus Medica, og hefur hússtjórn Domus Medica skýrt stjórn L.í. frá því, að lokið sé uppgjöri á byggingarkostnaði hússins, svo og reksturskostnaði þess árið 1967; hafa reikningar þess verið birt- ir í Læknablaðinu 1. tbl. 1968. Stjórn L.í. hefur rætt við stjórn L.R. og formann stjórnar Domus Medica um framtíðarfyrirkomulag á fjárframlögum læknafélaganna til þess að standa straum af skuldum D.M, Stefnt er að því, að framlög L.í. til Domus Medica verði framvegis lán, en ekki óafturkræft fram- lag. Þá hefur verið stungið upp á því, að vextir af þessum lánum verði eigi borgaðir út fyrr en eítir 10 ár. Þá verði bæði vextir og höfuðstóll greitt sem „annuitetslán“ á 10 árum. Á aðalfundi L.R. í marz 1968 var samþykkt tilmæli þess efnis, að framlag ársins 1968 yrði ekki fellt inn í þetta lánafyrirkomulag, heldur yrði það ásamt því, sem hingað til hefur verið greitt, skoðað sem vaxtalaust framlag og jafnvel óendur- kræft. 11. Styrktarsjóður Nokkrir sjúkrahússlæknar við Landspítala og lækna Borgarspítala hafa unnið að því, að stofnaður verði „Styrktarsjóður lækna“. Þeir hafa lagt fram sem stofnfé í því skyni 290.000.00 kr. Gerð hefur verið skipulagsskrá fyrir sjóðinn, og Læknafélag Reykjavíkur hefur samþykkt hana á síðasta aðalfundi. Af hálfu L.í. hefur Víkingur H. Arnórsson verið til- nefndur í stjórn sjóðsins. Ætlazt er til þess, að sjóður þessi verði á vegum Læknafélags íslands. Fylgir hér greinargerð um stofnun þessa sjóðs. Þeir 29 læknar, sem vegna óánægju með launakjör og starfs- aðstöðu höfðu sagt upp stöðum sínum á ríkisspítölunum og Borgar- spítala Reykjavíkur fyrri hluta árs 1966, ákváðu að leggja til hliðar 10% af launum sínum, meðan á deilunni stæði, í því skyni að geta veitt fjárhagslegan stuðning, ef einhver úr hópnum yrði fyrir verulegri tekjurýrnun. Helzt var búizt við, að yngstu læknarnir, sem ekki væru búnir að fá lækningaleyfi, þyrftu á þessu að halda, svo og þeir, sem ekki höfðu haft nein störf með höndum utan viðkomandi stofnunar, t. d. læknar á rannsóknastofum og röntgendeildum. Að beiðni stjórna sjúkrahúsanna sinntu læknarnir áfram nauð- synlegustu störfum á viðkomandi stofnunum, meðan á deilunni stóð, og þurfti enginn á fjárhagslegri aðstoð að halda, en í sjóðinn söfnuðust kr. 267.911.00. Hefur hann síðan staðið óhreyfður og bætt við sig vöxtum. Á fundi 16. janúar 1968 samþykktu 16 þessara lækna að gefa sína hlutdeild í þeim peningum, sem söfnuðust, til sérstakrar sjóðsstofnunar,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.