Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1968, Síða 57

Læknablaðið - 01.12.1968, Síða 57
LÆKNABLAÐIÐ 269 Ólafur Björnsson læknir og Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag. unnu að undirbúningi prentunar og útgáfu ritsins. 18. Gerðadómur Eitt mál lá fyrir gerðadómi frá fyrra starfsári (1966 —1967). Málið mun ekki hafa verið tekið fyrir af gerðadómi, en þess ber að gæta, að báðir aðalmenn L.í. í dómnum féllu frá á árinu. 19. Lagabreyt- Ný lög voru samþykkt fyrir L.í. á síðasta aðalfundi. ingar L.í. Með tilliti til þess, að fleiri lagabreytingar myndu brátt nauðsynlegar, lét stjórnin eigi prenta lögin, heldur aðeins fjölrita þau. Við athugun á starfsemi félagsins og núgildandi lögum hefur stjórn L.í. talið þörf á að bera fram tillögur um lagabreytingar á næsta aðalfundi. Tillögur þessar fylgja hér með. Ástæður fyrir tillögunum eru einkum þessar: Samkv. lögum Læknafélags íslands og aðildarfélaga þess eru full- trúar á þing L.í. kosnir til tveggja ára. Hins vegar er ekki nauðsyn- legt að kjósa stjórn L.í. úr hópi fulltrúa. Af þessu leiðir, að stjórnar- menn L.í. geta verið án atkvæðaumboðs frá sínu aðildarfélagi nema með sérstöku samkomulagi við stjórn aðildarfélags. Annað atriði í sambandi við lagabreytingarnar er það, að skrif- stofan annist innheimtu félagsgjalda, en nokkur misbrestur hefur verið á því, að náðst hafi inn öll félagsgjöld, og teljum við, að með þessu móti verði meiri líkur, að full innheimta náist. Varðandi innheimtu læknafélaga úti á landi virðist eðlilegast, að skrifstofan innheimti allt félagsgjaldið, bæði hluta L.í. og líka hluta svæðafélagsins, en sendi stjórn svæðafélagsins mismuninn. 20. „Centromed“ Stjórn L.í. og stjórn L.R. hafa rætt möguleika á því að stofnsetja innkaupafyrirtæki fyrir læknasamtök- in svipað því, sem tíðkast í Svíþjóð. Komið hefur fram sú tillaga, að fyrirtækið verði kallað „Centromed" og verði hlutafélag. Nú er það svo, að hlutafélög verða ekki stofnuð nema af einstaklingum, og verður stjórn L.í. því að leita til aðila innan samtakanna um að stofna þetta félag. Læknafélag íslands mundi síðan kaupa 90% af hlutafé á nafn- verði og verða því raunverulegur eigandi þessa fyrirtækis. Eftir laus- lega athugun, sem farið hefur fram, virðist því mögulegt að reka þetta fyrirtæki með hagnaði og létta þannig á skrifstofukostnaði félagsins. 21. Formanna- Formannaráðstefna aðildarfélaga L.f. var haldin í ráðstefna Reykjavík 20. og 21. apríl. Þar voru undirbúin og kynnt ýmis mál fyrir aðalfund. Fer hér á eftir fundar- gerð ráðstefnunnar. Fundur stjórnar L.í. með formönnum svæðafélaga L.í. laugardag- inn 20. apríl 1968. Fundurinn hófst kl. 10 í Domus Medica. Formaður L.í. setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Fundinn sátu: Arinbjörn Kolbeinsson, formaður L.Í., Ásmundur Brekkan, gjaldkeri L.Í., Friðrik Sveinsson, ritari L.Í., Örn Bjarnason,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.