Læknablaðið - 01.12.1968, Side 68
278
LÆKNABLAÐIÐ
kosnir af aðildarfélögum á aðalfundi þeirra til eins árs í senn.
10. grein orðist svo:
Lög aðildarfélaga eru því aðeins gild, að þau hafi verið samþykkt
af stjórn L.í.
Stjórn hvers aðildarfélags skal senda stjórn L.í. ársskýrslu sína
ásamt tölu gjaldskyldra félaga.
Árstillög allra félaga L.í. skulu innheimt af skrifstofu félagsins,
og skal þeirri innheimtu lokið fyrir 1. des. ár hvert.
Næstu málsgreinar verði óbreyttar, en síðustu málsgreinar breytist
í samræmi við fyrstu málsgrein og verði: Nú greiðir félagi ekki árs-
tillag sitt til L.í. innan 6 vikna frá gjaiddaga, og getur þá stjórn L.í.
svipt hann félagsréttindum, enda hafi hann verið aðvaraður. Sama
gildir um gjaldskyldan aukafélaga.
15. grein breytist þannig: í stað „og stendur hvert aðildarfélag
féhirði stjórnarinnar skil á því“ . . . . o. s. frv. kemur: ,,en innheimta
árgjalda fari fram skv. ákvæðum 10. greinar.“
Fy lgiskj a 1 7
Breytingartillaga við „Tillögur til Iagabreytinga“ frá Valgarði
Björnssyni
10. grein — 3. liður. Upphaf málsgreinar hljóði svo: Árstillög
allra félaga til L.í. skulu innheimt o. s. frv.
Valgarð Björnsson.
Þessi tillaga var dregin til baka.
Fylgiskjal 8
Álitsgerð Sigmundar Magnússonar til stjórnar L.f.
í lögum Læknafélags íslands er gert ráð fyrir því, að stjórn fé-
lagsins hafi atkvæðisrétt á aðalfundi, en þar er sagt í 9. grein: „Verði
atkvæði jöfn, ræður atkvæði formanns."
Síðasta málsgrein sömu greinar segir enn fremur: ,,í stjóm má
velja aðra félaga en fulltrúa, enda falli þá niður umboð fulltrúa frá
viðkomandi aðildarfélagi eftir samkomulagi við stjórn þess.“
Þessi síðasta málsgrein veldur því, að aðildarfélögin ráða ekki að
öllu leyti yfir fulltrúavali sínu, heldur aðalfundur L.Í., ef honum
þóknast að kjósa í stjórn einhverja aðra en kjörna fulltrúa aðildarfé-
laganna. Þannig er t. d. ástatt nú, að tveir af stjórnarmönnum L.í.
eru samkvæmt þessari málsgrein fulltrúar L.R., þótt það félag hafi
ekki kjörið þá til þess hlutverks.
Þótt viðkomandi svæðafélög muni oftast geta lagt blessun sína á
nefnda menn, kynni svo að fara, að þeir hlytu ekki fylgi síns félags.
Hvort heldur sem reyndist, er það ótilhlýðilegt, að nokkur annar aðili
en svæðafélagið sjálft velji fulltrúa þess.
Þegar stjórn L.í. hugðist koma með lagabreytingu um kjör fulltrúa
til aðalfundar L.Í., var þeim ekki kunnugt, að 9. grein laganna gerði
aðalforsenduna fyrir lagabreytingunni óþarfa, þ. e. að gera aðildarfé-