Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1968, Page 84

Læknablaðið - 01.12.1968, Page 84
200 LÆKNABLAÐIÐ Ársþing norrænna brjóstholsskurðlækna Dagana 10.—14. júní 1968 var haldið í Reykjavík ársþing nor- rænna brjóstholsskurðlækna. Erlendir þátttakendur voru 73. Voru þeir frá öllum Norðurlöndunum og einn frá Hollandi. Forseti þingsins var Hjalti Þórarinsson yfirlæknir. Aðalefni þingsins voru: 1) Skurðaðgerðir við krabbameini í lung- um, og flutti Hjalti Þórarinsson eitt af framsöguerindunum um það efni. 2) Hjartaskurðaðgerðir á gömlum sjúklingum. Samtals voru fluttir rúmlega 40 fyrirlestrar á þinginu, og urðu fjörugar umræður um ýmsa þeirra. Hinir erlendu þátttakendur komu með leiguflugvél frá Loftleiðum. Þey^bjuggu allir á Hótel Loftleiðum, og þar var þingið háð. Luku allir upp einum munni um ágæti þess fyrirkomulags og rómuðu mjög allan aðbúnað og þjónustu á hótelinu. Ársþing þessa félags hefur ekki verið haldið á íslandi áður, og líklega var þetta fyrsta norræna læknaráðstefnan, sem hér er haldin. Eiginkonur margra þátttakenda voru með í förinni, en hingað til höfðu læknarnir farið einir til þings. Fyrstu dagana var sérstök dag- skrá fyrir eiginkonurnar með stuttum ferðum um bæinn og nágrenni, en tvo síðustu dagana var efnt til sameiginlegra ferðalaga. Fyrri daginn var farið til Gullfoss, Geysis og Þingvalla. í upphafi þeirrar ferðar var snæddur hádegisverður í boði Reykjalundar, en Oddur ÓlafSson yfirlæknir rakti nokkuð sögu staðarins. Ekki voru verðurguðirnir hagstæðir þénnan dag. Seinni daginn var flogið til Akureyrar og ekið þaðan til Mývatns. Kvöldverðarveizla var á Akureyri í boði Akureyrarbæjar, sjúkrahúss- ins og Læknafélagsins. Laust fyrir miðnætti var lagt af stað frá Akureyri og flogið mið- nætursólarflug í boði F.f. norður fyrir heimskautsbaug. Þessi ferð verður öllum ógleymanleg. Veður var með eindæmum gott, sólskin og sunnanþeyr, og allt lék í lyndi. Stjórnarnefnd ríkisspítalanna, Reykjavíkurborg, svo og þeir aðrir aðilar, sem af rausn og höfðingsskap höfðu boð inni fyrir þátttakendur, eiga sérstakar þakkir skildar. Að morgni hins 15. júní flugu þessir ágætu gestir heim, þreyttir nokkuð, en mjög ánægðir með íslandsdvölina.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.