Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1971, Page 32

Læknablaðið - 01.04.1971, Page 32
44 LÆKNABLAÐIÐ sullir eru oft smáir, lítið áberandi og liggja hingað og þangað undir lifhimnunni um allt kviðarholið að kalla, er hætta á, að þeim sé ekki öllum veitt eftirtekt við sláturstörfin. Þá eru netju- sullir mun fljótari að ná þroska en aðrir sullir, sem finnast í sauðfé hér á landi, verða smithæfir 2-3 mánaða gamlir. Hvort tveggja þessi atriði valda því, að netjusullurinn hefur mun betri skilyrði til að komast ofan i hund, ormafóstra, og tryggja sér framhaldslíf í líki bandorms í meltingarvegi hundsins en aðrar sullategundir, enda allalgengir víða hér á landi enn þá. Nokkur leit hefur verið gerð að bandormum i hundum. A árunum 1950-1960 voru krufðir 200 hundar á Tilraunastöðinni að Keldum. Flestir voru liundar þessir úr Reykjavík og nær- sveitum. Nákvæm leit var gerð að ígulbandormi í meltingarvegi þess- ara hunda. Niðurstöður þeirra rannsókna er að finna í II. töflu. I töflu þessari eru einnig teknar upp til samanburðar niður- stöður H. Krabbe af talningu bandorma i íslenzkum hundum árið 1863.7 I þessari leit fundust 5-6% hunda með netjusullsbandorm (T. marginata) og 1% af hundunum hafði Diphylidiiun caninum. Engir ígulbandormar eða höfuðsóttarbandormar fundust. Þá hefur verið gerð leit að bandormum i 14 fullorðnum ref- um, veiddum i Gullbringusvslu; sú leit bar ekki neinn árangur. Um miðja nítjándu öld töldu læknar, að sullaveiki væri svo algeng' á Islandi, að sjötti eða sjöundi hver Islendingur væi’i haldinn veikinni. Komst þetta álit læknanna inn í ei’lendar fræði- bækur og þóttu mikil tíðindi, því að svo mikil útlxreiðsla sulla- veiki var eigi þekkt í neinu öði’u landi. Hlaut Island af þcssu nokkuð vafasama frægð í læknaheiminum, og hefur sú fi'ægð enzt lengur en efni stóðu til, eða allt fram til síðustu ára. Framangreind ágizkun um tíðni sullaveiki hér á landi cr höfð eftir Jóni Thorstensen landlækni4 og danska lækninum P. A. Schleisner, sem dvaldi hér á landi 1847-1848.2 Harald Krabbe, sem einnig var danskur læknir, siðar pró- fessor við dýralæknaháskólann í Kaupmannahöfn, dvaldi hér á landi um fimm mánaða skeið frá vori til hausts árið 1863 til að kvnna sér sullaveiki í mönnum og skepnum. Hann áleit, að unx 1500 manns liafi þjáðst af sullaveiki, svo að veruleg brögð væru að, en þá voru íbúar hér á landi um 70.000. Jafnframt getur Krabbe þess, að enginn geti rennt grun í, hve margir séu sýktir, því að stundum komi sjúkleg einkenni mjög seint fram og stund-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.