Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1971, Side 39

Læknablaðið - 01.04.1971, Side 39
LÆKNABLAÐIÐ 47 mikill þessi útflutningur var. Náði útflutningur þessi hámarki 1896. Vart fer það á milli mála, að svo mikill útflutningur á fullorðnu fé liafi skipt máli fyrir viðgang sullaveiki í landinu, og dregið úr smitmagni á blóðvöllum landsins. Á þessmn tíma eru samin leiðbeiningarrit fyrir alþýðu um eðli sullaveiki og varnir gegn henni. Enski læknirinn Arthur Leared hóf fyrstur að hvetja fólk til varúðar í umgengni við liunda árið 1862 og lagði áherzlu á eyðingu sulla og hreinsun hunda af bandormum.18 Bæklingi H. Krabbe, „Athugasemdir handa Islendingum um sullaveikina og varúðarreglur gegn henni“, Kaupmannahöfn 1864, var dreift ókeypis á hvert heimili um allt Island. Síðar ritaði J. Jónassen alþýðlegan bækling, „Sullaveikin og varúðarreglur gegn henni“ 1884 og 1891, sem útbýtt var ókeypis um land allt. Rit þessi hafa án efa haft mjög mikla þýðingu, ekki hvað sízt vegna þess, hve sullaveiki var algeng, svo að flestir Islend- ingar þekktu að nokkru kvalir og raunir sullaveikra manna. Baráttan gegn sullaveikinni hér á landi hefur borið skjótari og meiri árangur en flestir munu liafa búizt við fyrirfram.11 Hefur sá árangur verið talinn til fyrirmyndar af þjóðum, sem nú þurfa sjálfar að taka upp baráttu til útrýmingar sullaveiki í mönnum og búfé. Ýmsar ástæður eru færðar fram til skýringar á því, livers vegna Islendingum tókst að losna við sullaveiki í fólki. Almenn alþýðufræðsla um eðli sjúkdómsins, hetri afkoma, bætt húsa- kynni og aukin þrifnaðarmenning er talin liafa valdið miklu. Einnig hefur verið hent á, að breytlir búskaparhættir, svo sem að lagt var niður sauðaeldi og fráfærur og' telcin upp slátrun sauðfjár í sláturhúsum, hafi skipt hér miklu máli.° 11 12 18 Með tilliti til þess, að nýsxnitanir af sullum virðast hafa minnkað mjög verulega 1880-1890 (III. tafla) nægja þessar skýr- ingar tæpast, því að veruleg breyting á búnaðarháttum, þrifnaði og hýbýlamenningu verður ekki hér á landi fyrr en nokkru eftir aldamót, eða 20-30 árum eftir að nýsmitanir hætta að rnestu, en smitun verður aðallega á bernskuárum. Ef meta skal í ljósi þeirra staðreynda, sem nú eru kunnar af niðurstöðum krufninga á fólki, sem fætt er siðari hluta 19. aldar- innar, livað helzt hafi stuðlað að þeim góða árangri, sem náðist i baráttunni við sullaveikina, verður vart lijá því komizt að benda á fræðandi blaðagreinar A. Leared, hin alþýðlegu fræðslu- rit Haralds Krabbe og J. Jónassens um sullaveiki og varnarráð

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.