Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1972, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.06.1972, Blaðsíða 20
6 LÆKNABLAÐIÐ himnu hans eins fljótt og vel og hjá þeim yngri. Aftur á móti var sá yngsti fimm ára, og voru bætt göt á báðum hljóðhimnum hans, en nokkrar vikur liðu milli aðgerða. Er tæpast unnt að framkvæma þessar aðgerðir í staðdeyfingu á yngri börnum. SKÖPULAGSAÐGERÐ Á HLJÓÐHIMNU Árið 1878 bætti læknir í Vínarborg, að nafni Berthold, gat á hljóðhimnu, og er það talið vera í fyrsta sinni, sem slík aðgerð hefur verið framkvæmd. Síðan fara litlar sögur af þess konar aðgerðum, þar til á sjötta tug þessarar aldar, þegar aðgerðasmásjáin frá Zeiss kom á markaðinn. Þjóðverjarnir, Wullstein og Zöllner, tóku þá að birta greinar um sköpulagsaðgerðir á hljóðhimnu og miðeyra og má hiklaust telja þá aðalbrautryðjendur á þessu sviði. Aðferðir við hljóðhimnubætingu eru allmargar og yrði of langt mál að lýsa þeim öllum hér. Ýmsir vefir hafa verið notaðir í bætur, svo sem húð, oftast tekin fyrir aftan eyra eða úr eyrnagangi, æð, tekin úr útlimi og vöðvafell, sem venjulega er tekið af gagnauga- vöðva. Efni í bótina er langoftast tekið úr sjúklingnum sjálfum, en þó er nokkuð gert að því að nota vefi úr öðru fólki og jafnvel líkum. Þægilegt getur verið að hafa krukku með bótum við höndina, en geymsla er vandasöm og árangur ekki eins öruggur. Þannig hafa sumir geymt hluta úr líknarbelg eða gollurshúsi í þessu skyni. Hið síðarnefnda notaði ég einu sinni með góðum árangri, en tókst ekki að geyma það áfram óskemmt. Ég hef einnig notað æðastúf frá öðrum sjúklingi, afgang frá aðgerð degi áður, geymdan í fúkkalyfsupplausn í kæli. Það heppnaðist vel. Nú orðið nota ég eingöngu hluta úr æð, tekinn úr olnbogabót sjúklingsins sjálfs. Ég held, að fleiri noti vöðvafell en æð, en ég hef ekki séð ástæðu til að skipta, þar eð æðabót hefur reynzt mér mjög vel. Sumir leggja húð utan á vöðvafell eða æð við bætingu og styrkir það sjálfsagt nokkuð, en hefur líka ókosti. Mér hefur reynzt æða- bótin vera svo sterk, að ég hef látið hana nægja. Auk þess vex yfir- húðin frá sárabörmunum út yfir hana. Ég ætla nú að lýsa í aðalatriðum þeirri aðferð, sem ég nota við sköpulagsaðgerðir á hljóðhimnu. Þessi aðferð er kennd við Banda- ríkjamanninn Shea. Honum hafði reynzt svo vel að nota æð til að þekja með sporöskjugluggann við ístaðsaðgerðir, eins og ég gat um í fyrri hluta þessa erindis, sem birtist í Læknablaðinu í febrúar 1969, að hann hóf tilraunir með að bæta hljóðhimnugöt með æðavef. Þær heppnuðust vel, og birti hann niðurstöður af árangrinum og lýsti aðferðinni árið 1960. Ég framkvæmi þessa aðgerð ávallt í staðdeyfingu og undir smá- sjá. Sumir víkka eyrnaganginn með skurði upp á við, en ég hef komizt af án þess og unnið gegnum eyrnatrekt eingöngu. Ég tek hér einfaldasta tilfelli. Það er fremur lítið gat, miðlægt,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.