Læknablaðið - 01.06.1972, Blaðsíða 32
16
LÆKNABLAÐIÐ
í síðara skiptið, sem ég notaði þessa aðferð, var um að ræða
sextuga konu, L. G. Bæði eyru voru illa farin eftir langvarandi ígerð
og stór göt á báðum hljóðhimnum. Hægra megin vantaði steðjann að
mestu og yfirbyggingu ístaðsins. Þar notaði ég rúllupylsur með ágæt-
um árangri (sjá 17. mynd a). í vinstra eyra var heilt ístað, en vantaði
mikið á steðjann. Þar flutti ég steðjann yfir á ístaðið, eins og ég hef
áður lýst, og fékk hún nær fulla heyrn á það eyra (sjá 17. mynd b).
125 250 500 1000 2000 4000 8000 125 250 500 1000 2000 4000 8000
17. mynd:
Heyrnarmælingar hjá L. G.
a) Fyrir og eftir aðgerð Offermanns.
b) Fyrir og eftir flutning steðja á istað.
Fyrir röskum tveim árum fékk ég tvítugan skólapilt, S. Ö. K.,
til meðferðar. Hann hafði verið heyrnardaufur á öðru eyra frá bemsku,
sennilega eftir fall á höfuðið. Þegar ég lyfti hljóðhimnunni, sem var
heil, kom í ljós, að ístaðið var að mestu horfið, en í þess stað var
mjór bandvefsstrengur milli steðjaenda og ístaðsfótplötu.
Ég var að því kominn að setja inn plastpípu í stað þess, sem vantaði
á ístaðið, en mundi þá eftir beinum, sem ég geymdi í frysti, frá
nefaðgerð, sem ég hafði nýlega gert á öðrum manni. Mér tókst að
tálga til dálitla beinflís, sem hæfði í bilið milli steðjans og fótplötu
ístaðsins og koma henni þar fyrir. Með því að láta hana styðjast við
bandvefsstrenginn sat hún stöðug. Þegar hljóðhimnan var komin á
sinn stað, reyndist heyrnin vera góð. Nokkru síðar mældist hún nær
eðlileg, og er það enn (sjá 18. mynd).
Fyrir nokkrum árum kom til mín ung stúlka, S. G., nemandi í
íþróttakennaraskóla. Hún kvað bað heitustu ósk sína að verða sund-
kona og kennari í þeirri íþrótt, en gæti það ekki, vegna þess, að hljóð-
himnu vantaði í annað eyrað og heyrn iéleg á því. Við skoðun kom í
ljós, að lítið var eftir af hljóðhimnu og steðja, en ístað heilt.
Ég bætti hljóðhimnuna og flutti leifar steðjans yfir á ístaðið.
Eyrað greri vel, og gerði það henni mögulegt að helga sig sundinu
og fékk hún auk þess nær fulla heyrn á eyrað (sjá 19. mynd).
Sameiginlegt fyrir þau tilfelli, sem ég hef rætt hér um, var, að