Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1972, Blaðsíða 73

Læknablaðið - 01.06.1972, Blaðsíða 73
LÆKNABLAÐIÐ 51 NÝ SAMTÖK UNGRA LÆKNA Á sameiginlegum fundi stjórna Norrænu læknasamtakanna, sem haldinn var í maí 1970, sagði Axel Aubert, þáverandi formaður norska læknafélagsins, í ræðu, að á síðari árum hefðu mál þannig þróazt, að læknasamtökin hefðu skipazt í þrjár sveitir. Hefðu sérfræðingar myndað sérstakan hóp, læknar, er ynnu í almennum praksís myndað annan hóp og yngri læknar myndað þriðja hópinn. Það er þó naumast fyrr en á síðustu árum, sem þessi þriðji hópur hefur verið til. Félag ungra lækna í Noregi var stofnað 1911, Félag ungra lækna í Dan- mörku var stofnað 1919 og sambærileg félög í Svíþjóð og Finnlandi voru stofnuð á þriðja og fjórða áratug þessarar aldar. Forsaga þessa þriðja hóps á íslandi er lengri en menn almennt halda. Fyrsta tilraun til stofnunar félags ungra lækna hér var gerð árið 1959, og mun sú stofnun að líkindum hafa þróazt upp úr kjara- baráttu kandídata, sem hófst að marki árið 1955 eða 1956. Á árunum 1961 og 1962 voru og gerðar tilraunir til að stofna og halda lífi í slíku félagi, og minnist ég þess að hafa séð frá þeim tíma uppkast að lögum fyrir slíkt félag, en ekki varð þá af formlegri stofnun eða endurreisn félagsins. Árið 1965 myndaðist svo umræðuhópur ungra lækna, sem var algjörlega óformbundinn hópur af ungum læknum, áhugasömum um ýmis heilbrigðismál, og varð kveikjan að þeim hóp e. t. v. fyrst og fremst sú, að allstór hópur ungra lækna vildi vekja athygli á og láta rannsaka tilfelli frá einu sjúkrahúsanna hér í bæn- um, þar sem e. t. v. var um að ræða misferli í starfi læknis. Störf þessa hóps fóru aðallega fram á þann hátt, að menn hittust hálfs- mánaðar- eða mánaðarlega, og tekin voru til athugunar sérstök mál, bæði í sambandi við starfsaðstöðu á spítölum, í sambandi við samn- ingu reglugerðar um veitingu lækna- og sérfræðileyfa og ýmislegt fleira, sem efst var á baugi hverju sinni. Árið 1969 mátti heita, að samræðuhópur þessi lognaðist út af, og segir ekki af samtökum ungra lækna í tvö ár, þar til síðastliðið haust, að boðað var til fundar á Borgarspítalanum í nóvembermánuði. Kom þar fram mikill áhugi um, að stofna skyldi félag ungra lækna. Var talið, að með umræðuhópi ungra lækna hefði horfið mjög gagn- legur og frjór umræðuvettvangur, sem hefði látið ýmislegt gott af sér leiða, en augsýnilegt væri, að hann hefði lognazt út af sökum skorts á formlegri stjórn, þ. e. skorts á formlegum félagsskap. Var þrem mönnum falið að gera drög að lögum fyrir Félag ungra lækna, og eru þau lög, sem samþykkt voru á stofnfundi 2. desember sl., svo til óbreytt frá lögum, sem samin voru, á meðan umræðuhópur ungra lækna starfaði. Þessi drög komu fram á þeim tíma, vegna þess að þá töldu ýmsir, að nauðsynlegt væri að stofna félag, en ekki varð úr því í það skipti. Stofnfundur Félags ungra lækna var síðan haldinn í Domus Medica 2. desember sl. Voru þar samþykkt lög fyrir félagið og kosin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.