Læknablaðið - 01.06.1972, Blaðsíða 45
LÆKNABL AÐIÐ
27
Heimildir skal skrifa á sérstakt blað. Leitast skal við að tilfæra
aðeins heimildir, er máli skipta. í texta er vísað til heimilda með
tölustöfum. Dæmi: „Því er haldið fram1 5 7 að“ o. s. frv., eða
„Johnson og Smith0 telja, að“ o. s. frv. f greinarlok fylgi listi með
yfirskriftinni: Heimildir. Heimildum er þar raðað í stafrófsröð höf-
unda með áframhaldandi tölusetningu.
Skulu nú færð nokkur dæmi um mismunandi uppruna heimilda.
a) Tímarit.
Alexander, B. & Goldstein, R. Dual hemostatic defect in pseudo-
hemophilia. J. Clin. Invest. 32:551. 1963.
eða:
Jensson, Ó. & Wallett, L. H. Von Willebrand’s disease in an Ice-
landic family. Acta Med. Scand. 187:229. 1970.
Heiti tímarita eru stytt samkvæmt World Medical Periodicals, út-
gefið af World Medical Association, 10 Columbus Circle, New York,
N.Y. 10019, U.S.A.
b) Bók.
Goodman, L. S. & Gilman, A. The pharmacological basis of thera-
peutics, 699. [Macmillan] New York 1970.
c) Ritgerðasöfn, skrifuð af mörgum höfundum. Lowenstein, J. M.
Citrate and the conversation of carbohydrate into fat, í Metabolic
roles of citrate (ed. T. W. Goodwin), 61-86. [Academic Press]
London 1968.
Ritstjórn áskilur sér rétt til að gera á greinum þær málfarslegar
breytingar, sem prófarkalesari blaðsins ráðleggur. Höfundi er að
jafnaði send 2. próförk til yfirferðar. Óæskilegt er, að gerðar séu
efnislegar breytingar á próförk nema í fullu samráði við ritstjórn.
Höfundar semja sjálfir við prentsmiðjuna um sérprentanir.
Lítill snáði hafði klemmt þumalputtann, og pabbi hans fór með
hann á slysavarðstofu. Læknirinn þótti nokkuð harðhentur. Hann
hamast á fingrinum og spyr svo: „Er það sárt?“
Ekkert svar. Læknirinn krukkar enn og verður loks að fjarlægja
nöglina. Frá drengnum kemur hvorki stuna né hósti.
Að lokinni meðferð lokar læknirinn dyrunum á eftir drengnum og
föður hans. Eftir augnablik opnast hurðin og stráksi birtist í gættinni,
lítur á lækninn og segir: „Helvítis fantur!“
„Hefur vindur gengið niður?“ Allir þekkja þessa sígildu spum-
ingu á handlæknisdeildum.
Yfirlæknirinn reyndi árangurslaust að fá átta ára snáða til að
svara þessari spurningu. Loks spurði hann: „Hefurðu prumpað?" „Nei,“
svaraði strákur, „það var hann, sem gerði það,“ og benti á sjúklinginn
i næsta rúmi.