Læknablaðið - 01.06.1972, Blaðsíða 24
10
LÆKNABLAÐIÐ
fram. Þannig fæst venjulega gott yfirlit yfir miðeyrað. Þó þarf stund-
um að nema dálítið af beini úr innsta hluta eyrnagangsins til þess
að sjá allt ístaðið.
Ef í Ijós kemur liðhlaup milli steðja og ístaðs, þá getur það verið
með ýmsu móti. í einföldustu tilfellum standast liðfletir steðja og
ístaðs á, og tailið milli þeirra er lítið. Má þá t. d. brúa það með plast-
pípubút, sem smeygt er upp á enda steðjaarmsins og á ístaðshausinn.
Betri aðferð, en vandasamari, er að brúa bilið með sívalningi úr
beini eða brjóski og draga síðan æð yfir samskeytin (sjá 9. mynd a).
Oft hefur steðjinn farið meira úr skorðum, t. d. færzt niður á
við, svo að liðfletirnir standast ekki á. Þá má stundum nota plastpípu
og er öðrum endanum smeygt upp á ístaðshausinn, en hinn endinn,
sem skorin er hvilft í, látinn hvíla á steðjaarminum (sjá 9. mynd b).
9. mynd a:
Gert við liðhlaup milli steðja og ístaðs. Bútur úr æð settur upp á
steðjaarminn, brjóskbiti látinn í bilið og æðin síðan dregin yfir sam-
skeytin.
9. mynd b:
Steðjinn hefur farið úr liði við
ístaðið og færzt dálítið frá bví og
niður á við. Bilið er brúað með
plastpípu.