Læknablaðið - 01.06.1972, Blaðsíða 75
LÆKNABLAÐIÐ
53
stjórn. Hún skiptir sjálf með sér verkum og kýs formann úr sín-
um hópi. Á sama fundi er heimilt að breyta lögum félagsins og
nægir til þess einfaldur meirihluti.
2. Stjórnin skal boða fundi eigi sjaldnar en mánaðarlega yfir vetrar-
mánuðina og sér um, að haldin verði fundagerðarbók.
3. Formaður er fulltrúi félagsins út á við.
4. Einfaldur meirihluti á fundum nægir til samþykkis tillagna og/eða
ákvarðana.
5. Komi til kostnaðar af starfseminni, þarf að samþykkja framlög
meðlima á fundi.
Samþykkt á stofnfundi í Domus Medica 2.12. 1971.
NÝTT VÍTAMÍN
Lausafregn frá Ameríku segir, að McCöllum hafi fundið nýtt
vítamín (D-vítamín), og stafi beinkröm af skorti á því.
(Lbl., sept. 1922)
DRÁTTUR Á SEIL
Ég man ekki, hvort dr. Jónassen sagði mér frá því, að yfirsetu-
menn hefðu stundum í gamla daga dregið börn fram á seil. En sú
aðferð er þess verð, að henni sé á lofti haldið. Það fylgir sögunni, að
síra Sigurður eldri á Valþjófsstað hefði þannig verið leiddur fram í
ljósið.
Yfirsetukona ein í héraði mínu, Matthildur Grímsdóttir, sagði
mér frá því, að hún hefði eitt sinn gripið til þess örþrifaráðs við
erfiða fæðingu. Sagði hún, að konan hefði verið aðframkomin, en
langt til læknis (norður á Skaga). Sóttin hefði hætt eftir að farið
var að sjá á kollinn, og gekk þá ekkert. Hún notaði skónál með stóru
auga, þræddi í hana léreftslinda og stakk gegnum góða fellingu höfuð-
leðursins. Tókst henni framdrátturinn vel, og heilsaðist vel konu og
barni.
Einnig hef ég heyrt um yfirsetukonu í Svarfaðardal, sem krækti
öngli í höfuðleðrið og dró síðan fram. Þórunn Hjörleifsdóttir hét hún.
Margt hafa ólærðir prófað í sinni hjálpfýsi, frá því að galdrar
voru galdir og þar til við fengum pituitrinið. Það var vit í mörgu, þó
að vitlaust væri margt. Má í því sambandi minnast Grænlendinganna,
sem binda selspik við spotta og hengja milli læra konunni, til þess að
krakkinn komi og bíti á. Andrés Fjeldsted fræddi mig á þessu, og
er ég honum þakklátur fyrir; en hann hafði söguna úr riti Knud
Rasmussens um Grænlendinga. Og þar var einnig getið þeirrar að-
ferðar, að barnsfaðirinn hleypur við og við út, í þeirri meiningu, að
krakkinn kunni að koma á eftir eða reyni að hraða sér.
(Steingrímur Matthíasson: „Konur í bamsnauð“,
Lbl., nóv. 1922).