Læknablaðið - 01.06.1972, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ
19
stundir, en þó hef ég verið yfir fimm klukkustundir með erfið tilfelli,
einkum þegar um mikinn samvöxt, blæðingar eða kolesteatom hefur
verið að ræða. Stundum eru kalkflögur milli laga í hljóðhimnu, og
ef mikil brögð eru að því, getur verið tafsamt að fjarlægja þær.
Ég hef framkvæmt þessar aðgerðir á aðgerðarstofu minni og
yfirleitt ekki látið sjúklingana liggja í rúminu á eftir.
Þó hef ég stundum ráðlagt þeim tveggja til þriggja daga hvíld,
einkum eftir viðgerð á beinkeðjunni, t. d. þegar steðjinn hefur verið
fluttur yfir á ístaðið. Tel ég þá síður hættu á, að eitthvað fari úr
skorðum.
Aðferðir til lagfæringar á hljóðhimnu og beinkeðju miðeyrans
eða öðru, sem þar kann að vera að, eru svo margar og fjölbreytilegar,
að ekki eru tök á að minnast á þær allar hér. Ég hef aðeins drepið
á hinar helztu til þess að veita þeim, sem ekki hafa kynnzt þessum
aðgerðum áður, dálitla hugmynd um það, sem gert er á þessu sviði,
þar eð lítið eða ekkert hefur birzt um þetta efni hér á landi fyrr, að
því er ég bezt veit.
ÁRANGUR
Áður en ég skýri frá árangri aðgerðanna, vil ég drepa lítillega
á þær heyrnarmælingaaðferðir, sem hann byggist á, en það eru svo-
nefndar „tónmælingar“ (pure tone audiometri).
Mælingarnar eru tvíþættar. ,,Beinleiðsla“ er mæld þannig, að
hljóðgjafinn er lagður á beinið bak við eyrað. Fara hljóðbylgjurnar
þá beinustu leið eftir höfuðkúpunni til innra eyrans, og sýnir sú
mæling hina „innri heyrn“.
„Loftleiðsla“ er mæld með því að setja heyrnartól á eyrað. Berast
hljóðbylgjurnar þá í loftinu að hljóðhimnunni.
Þegar heyrn er eðlileg, falla loft- og beinleiðsla að mestu saman
á línuriti, en ef eitthvað er að hljóðhimnu eða miðeyra verður loft-
leiðslan lakari og því meira eða minna bil á milli þeirra. Þetta bil er
á ensku nefnt „air- bone gap“, og hef ég kallað það hér „loft- bein bil“.
Þegar dæmt er um árangur heyrnarbætandi aðgerðar, er einkum
litið á það, hve mikið tekst að minnka þetta bil. Takist að eyða því
alveg, telst árangur fullkominn, jafnvel þó að ekki fáist „nothæf
heym“ með aðgerðinni. En með nothæfri heym er yfirleitt átt við, að
ekki vanti meira en 30 dB á eðlilega heyrn á 500 - 1000 og 2000 riðum
(Hz) að meðaltali, en á því tónsviði liggur mælt mál að mestu.
Árangurinn, sem sýndur er hér á línuritum, er byggður á mæl-
ingum, gerðum fyrir aðgerð og a. m. k. tveim mánuðum eftir aðgerð,
og er hann meðalheyrn á þessu tónsviði.
Flestir telja, að „loft-bein bil“ hafi lokazt, ef ekki vantar meira
en 15 dB þar á.
Ég hef skipt aðgerðunum í tvo flokka. í hinum fyrri em hljóð-
himnubætingar eingöngu, en í þeim síðari aðgerðir á beinkeðju mið-
eyrans ásamt viðgerð á gati á hljóðhimnu í flestum tilfellum.
í fyrri flokknum eru fyrstu 100 hljóðhimnubætingarnar, sem ég