Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.11.1972, Page 15

Læknablaðið - 01.11.1972, Page 15
LÆKNABLAÐIÐ L/EKNAFÉLAG ÍSLANDS OG L/EKNAFÉLAG REYKJAVÍKUR Ritstjóri fræðilegs efnis: Páll Ásmundsson Ritstjóri félagslegs efnis: Arinbjörn Kolbeinsson 58. ÁRG. NÓVEMBER 1972 5. TBL. Þóroddur Jónasson héraðslæknir SALMONELLOSIS TYPHI MURIUM Á AKUREYRI SUMARIÐ 1969 INNGANGUR í MAÍ og 'júní 1969 veiktust nokkrir menn á Akureyri af Salmonell- osis typhi murium (STM). Hér verður skýrt frá veikindum þeirra, athugunum á umhverfi þeirra, líkum fyrir því, hvernig þeir hafi smitazt og leit að smitbera. Sjúklingar þessir lágu á lyflæknisdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (FSA) að einum undanskyldum. Upplýsingar um forsögu sjúklinganna, dvöl þeirra á sjúkrahúsinu svo og um rannsóknir þar, eru teknar úr sjúkraskrám þeirra með leyfi Ólafs Sigurðssonar, yfirlæknis. Þökk sé honum. Rannsókn þessara sjúklinga fór fram á FSA, nema hvað ræktun fyrir STM var gerð á Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg, bæði sú, sem gerð var á vegum FSA svo og hin, sem gerð var eftir beiðni minni. Widalspróf voru einnig gerð þar. Þegar rætt er hér á eftir um sýni, er átt við sýni úr hægðum. nema annars sé getið. Þegar talað er um jákvæð eða neikvæð sýni, er eingöngu átt við ræktun úr sýninu með tilliti til STM. Jákvætt sýni þýðir því, að STM hafi komið fram við ræktun úr hægðum, en nei- kvætt sýni, að. svo hafi ekki verið. SJÚKRASÖGUR SJÚKLINGUR NR. 1. (FSA lyfl.deild, sjúkraskrár 312/1969 og 370/ 1969.). G.A.-son, f. 13/1 1911. Lá á FSA 10/5 — 9/6 og aftur

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.